AFL og Drífandi til Færeyja og Noregs?
Eftir samtöl félaganna í dag við færeyingana má telja líklegt að fulltrúi AFLs og Drífanda verði staðsettur í Færeyjum á meðan verkfallinu stendur en verið er að kanna hvort nauðsynlegt verður talið að senda verkfallsverði til Danmerkur og Noregs.
Þar sem Verkalýðsfélag Akraness hefur einnig boðað verkfall sömu daga eru aðeins tvær verksmiðjur á Íslandi þar sem ekki hefur verið boðuð vinnustöðvun en það er Helguvík á Reykjanesi og á Þórshöfn. AFL og Drífandi munu vera með öfluga verkfallsvörslu á þessum höfnum og freista þess að stöðva löndun afla umfram það hlutfall af afla viðkomandi skipa sem landað hefur verið á þessum stöðum undanfarnar vertíðar.
Samninganefnd félaganna vonar þó að ekki þurfi að koma til verkfalls næstkomandi þriðjudag heldur náist samningar fyrir þann tíma en að gefnu tilefni m.a. í fréttum dagsins vill samninganefndin þó koma því á framfæri að komi til verkfalls hyggjast félögin framfylgja því að fyllstu hörku - þó innan ramma laga og samninga.
Löndunarbann í Færeyjum ætti ekki að koma neinum á óvart enda hafa verkalýðssamtök landanna og annarra nágrannalanda oft áður haft samráð og samvinnu í vinnudeilum eins og meðfylgjandi tengill frá 2003 ber með sér: http://eldrivefur.asi.is/displayer.asp?cat_id=2&module_id=220&element_id=1258&printview=true