AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Af hverju afboðuðum við verkfallið?

Í dag afboðaði samninganefnd AFLs Starfsgreinafélags og Drífanda Stéttarfélags í fiskimjölsverksmiðjum, verkfall sem hefjast átti um 19:30 í kvöld. Þetta var erfið ákvörðun og eflaust mörgum sem voru tilbúnir til átaka, mikil vonbrigði. Við fulltrúar í samninganefnd skuldum því félögum okkar og félagsmönnum skýringar.

Ákvörðunin sem samninganefndin tók í dag byggði á mati á aðstæðum og því að þrátt fyrir baráttuvilja og vissu um að efnisleg rök fyrir kröfum okkar væru réttmætar, er mikil ábyrgð því samfara að efna til verkfalls sem óvissa ríkti um í okkar röðum um að myndi skila réttlætanlegum árangri. Þær forsendur sem samninganefndin íhugaði í dag voru:

1. Brætt var í tveimur verksmiðjum á landinu, þar sem verkfallsboðun félaganna hafði ekki áhrif. Þessi staðreynd dró talsvert úr áhrifamætti verkfallsboðunarinnar - sérstaklega í ljósi minnkandi kvóta sem var óveiddur.

2. Loðnuvertíðin hefur gengið mjög vel og byrjaði viku fyrr eða meira en í "meðalári" og því voru nokkur fyrirtæki búin með kvóta sinn eða langt komin og það hefur áhrif á þrýsting sem skapast af boðuðu verkfalli.

3. Þrátt fyrir góðan stuðning frá Færeyjum fannst okkur erfitt að byggja á stuðningi félaga okkar þar í ljósi þess að tekið er við afla hér á landi og hann bræddur. Ennfremur fengum við misvísandi skilaboð - þ.e. að þrátt fyrir stuðning félaga okkar þar virðist sem atvinnurekendur hafi haft einhverja vissu fyrir því að unnt yrði að bræða engu að síður því þau boð gengu út að íslensk skip væru velkomin til að landa afla.

4. Mikilvægasta atriðið var þó það mat okkar að staðfesta samningamanna SA væri eindregin og að skylli verkfallið á, yrði það mjög langvinnt og harðdregið. Í því sambandi er vert að hafa það í huga að staða bræðslumanna til þvingunaraðgerða á borð við verkföll er sterk 2- 3 á ári en engin þar á milli. Því var það mat okkar að ef SA væri tilbúið til að lifa með 9 bræðslur í verkfallið það sem lifði af þessari loðnuvertíð þá væru mánuðir í næstu stöðu til að ná árangri.

Eftir að hafa rætt þessi atriði í þaula í allan dag komst samninganefndin að einróma niðurstöðu laust fyrir kl. 16:00 í dag að afboða verkfallið. Vert er að benda á að niðurstaðan var einróma þrátt fyrir að einstaka samninganefndarmenn hafi haft fullan hug á að láta til skarar skríða - en mátu þegar málið var afgreitt það mikilvægara að samninganefndin væri fullkomlega samstíga.

Samstarf fulltrúa AFLs og Drífanda hefur verið með miklum ágætum og fullur trúnaður á milli fulltrúa félaganna í þessu starfi.

Félögin munu í framhaldinu fara yfir málið í heild og meta undirbúningsvinnu og framgang til þess að lagfæra það sem betur hefði mátt fara.

Að gefnu tilefni er rétt að taka fram að við samninga 2008 hafði AFL frumkvæði að samvinnu fjögurra félaga við gerð bræðslusamnings. Á upphafsmetrum þess samstarfs dró Verkalýðsfélag Þórshafnar sig út úr samstarfinu og Verkalýðsfélag Akraness síðan á meðan samningaviðræðum stóð. AFL og Drífandi ákváðu því að stand tvö að samningagerð nú.

Verkalýðsfélag Akraness var í sambandi við okkur og boðaði verkfall á sama tíma og AFL og Drífandi. Fulltrúar AFLs og Drífanda fóru til Þórshafnar og áttu þar fund með formanni félagsins og óskuðu samstarfs og samstöðu og sendu síðan formlegt erindi á stjórn og trúnaðarráð félagsins og óskuðu að félagið boðaði samúðarverkfall þá daga sem AFL og Drífandi myndu efna til verkfalls.

Því erindi var synjað af Verkalýðsfélagi Þórshafnar með bréfi en jafnframt tekið fram að félagið myndi einungis heimila löndun og vinnslu á afla skipa Ísfélagsins í Vestmannaeyjum - sem á bræðsluna á Þórshöfn. Frá því það bréf barst hefur ekkert samband verið milli félaganna.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi