AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Færeysk verkalýðshreyfing segir upp viðskiptum við Norrönu

Færeysku verkalýðsfélögin, sem hafa haft margvísleg viðskipti við Smyril Line, vegna Norrönu, hafa hætt við fyrirhuguð námskeið um borð og önnur viðskipti, á meðan íslenskt launafólk er meðhöndlað sem annars flokks þegnar, í boði Sjómannafélags Íslands. sjá færeyskan vefmiðil. Mikil ólga er um borð eftir að útgerðin með aðstoð Sjómannafélags Íslands, áður Sjómannafélags Reykjavíkur, fór að skerða laun íslenskra áhafnarmeðlima um meira en 30%.

Sjómannafélag Íslands gerði kjarasamning við Smyril Line í skjóli þess að Smyril Line siglir undir Færeyskum alþjóðafána, og því gilda lög sem Alþýðusamband Íslands barðist hart gegn að tækju gildi hér á landi, sem heimila að launagreiðslur til áhafnameðlima fari eftir launakjörum upprunalands launþegans. Sú aðferð sem hér var notuð stríðir þó algerlega gegn reglum Alþjóðasambands flutningaverkamanna, enda eiga samningar að vera á vegum viðeigandi verkalýðsfélags í stað þess að Sjómannafélag Íslands hefji útrás og geri kjarasamninga erlendis.

Alþjóðasamband flutningaverkamanna er með starfsmann hér á landi til að gæta hagsmuna sambandsins og sjómanna. Starfsmaðurinn er Jónas Garðasson, formaður Sjómannafélags Íslands.

Sjómannafélag Íslands er ekki í Alþýðusambandi Íslands.

AFL Starfsgreinafélag og starfsmenn Sjómannasambands Íslands (Landssambands sjómannafélaga innan ASÍ) eru í daglegum samskiptum við íslenska áhafnarmeðlimi Norröna og færeyskan trúnaðarmann áhafnarinnar.

Málið var rætt á miðstjórnarfundi ASÍ í gær og er verið að kanna aðgerðir sem mögulegt er að grípa til. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hefur rætt málið við utanríkisráðherra, enda verið að meðhöndla íslenskt launafólk sem annars flokks þegna í okkar næsta nágrannalandi.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi