Síðasti dagur í atkvæðagreiðslu
Síðustu forvöð til að kjósa í atkvæðagreiðslu um aðalkjarasamninga félagsins eru í dag. Atkvæðaseðlar voru sendir með pósti fyrir 10 dögum síðan og nægir að koma atkvæðinu í póstkassa á félagssvæði AFLs fyrir miðnætti í kvöld eða á skrifstofur félagsins í dag. Síðasta tækifæri fyrir þá sem ekki fengu senda kjörseðla, til að kæra sig inn á kjörskrá er á skrifstofum félagsins fyrir k. 15:30 í dag.
Atkvæðagreiðslan nær til samnings AFLs / SGS við SA, samnings AFLs /LÍV við SA, samnings AFLs /Samiðnar við SA og samnings AFLs/Drífanda við SA .vegna fiskimjölsverksmiðja.
Kosið verður um vinnustaðasamning hjá Eimskip á Mjóeyrarhöfn á kjörfundum kl. 17:00 og 20:00 í dag