Sjómenn semja um launalið
Sjómannasamband Íslands og LÍÚ gengu í morgun frá samkomulagi um 4,25% hækkun á kauptryggingu og kaupliðum sjómanna innan vébanda Sjómannasambandssins,
Samningurinn felur einungis í sér hækkun kaupliða en kjarasamningur aðila er að öðru leyti opinn og viðræður standa yfir um endurnýjun hans. Samningar SSÍ og LÍÚ hafa verið lausir frá 1. janúar sl.