AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Launamál ungmenna sem starfa hjá sveitarfélögum.

Eins og fram kemur í frétt á síðunni 9. júní s.l. var samningaviðræðum við sveitarfélögin slitið fyrir nokkru síðan.
Starfsmenn hjá sveitarfélögum fengu launahækkun þann 1. júní 2010 og hafa ekki fengið hækkanir síðan.
Vegna fjölda fyrirspurna um laun ungmenna sem starfa hjá sveitarfélögunum þá koma fram hér að neðan gildandi ákvæði úr kjarasamningi sem ná yfir ungmenni

Ungmenni sem lokið hafa skyldunámi og verða 16 ára á almanaksárinu heyra undir
almenn ákvæði þessa kjarasamnings. Þeir sem verða sextán ára á almanaksárinu og
sinna skilgreindum störfum skv. starfsmati sveitarfélaga, skulu fá þau laun sem
starfinu fylgja skv. gr. 1.4.2.

Laun ungmenna skulu vera sem hér segir:
16 ára 90 % af hlutaðeigandi launaflokki 1. þrepi
17 ára 95 % af hlutaðeigandi launaflokki1. þrepi

1.4.4. Samningur þessi nær ekki til nemenda vinnuskóla sem starfræktir eru á vegum
sveitarfélaga. Með vinnuskóla er átt við starfsemi á vegum sveitarfélaga þar sem
börnum er gefinn kostur á samspili vinnu, þjálfunar og fræðslu í sumarleyfi sínu. Að
öðru leyti vísast til 10. kafla laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á
vinnustöðum og reglugerðar 426/1999 um vinnu barna og unglinga.

Það er sameiginlegur skilningur aðila að með börnum skv. gr. 1.4.4. í kjarasamningi
aðila sé átt við einstakling sem er undir 15 ára aldri eða ungmenni sem er í fullu
skyldunámi sbr. 2. mgr. 59 gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi
á vinnustöðum.

Að höfðu samráði við viðkomandi stéttarfélag, geta sveitarfélög boðið ungmennum
sem ná 16 ára aldri á almanaksárinu störf þar sem þeim er gefinn kostur á samspili
vinnu, þjálfunar og fræðslu í vinnuskóla, þ.e. störf vinnuskólanemenda.
Til grundvallar nefndu samráði og fyrirhuguðu úrræði fyrir ungmenni sem verða 16
ára á almanaksárinu skal liggja fyrir skrifleg áætlun um vinnuskólann þar sem komi
fram helstu viðfangsefni, vinnutími og skipulag þjálfunar og fræðslu.
Gildandi launataxtar sjá nánar. Lægsti gildi launaflokkur er 115
Þar sem vinnuskólinn (14 og 15 ára krakkarnir) fellur ekki undir samninginn hafa sveitarfélögin einhliða gefið út launataxta fyrir hann. Ekkert sveitarfélag á félagssvæði AFLs hefur gengið frá samkomulagi við félagið um að 16 ára ungmenni falli undir vinnuskóla enda telur félagið ekki rök fyrir því þar sem ekki hefur tekist að ganga frá kjarasamningi milli aðila.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi