Kjarasamningar við SA taka gildi.
Í aðfararsamningi kjarasamninganna var kveðið á um að forsenda þess að samningarnir öðlist gildi sé, að tilteknar stjórnvaldsákvarðanir og lagabreytingar hafi náð fram að ganga fyrir 22. júní. Nú liggur fyrir að Alþingi afgreiddi þau lagafrumvörp sem vænst var, en jafnframt að stjórnvöld hafa ekki kynnt veigamiklar áætlanir og áform í efnahags- og atvinnumálum og ríkisfjármálum. Afstaða samninganefndar ASÍ var sú, að þrátt fyrir þessi vanhöld væri ekki ástæða til þess að láta samninganna ekki öðlast gildi en brýna jafnframt stjórnvöld í að klára þessa áætlanagerð og leggja fram sem allra fyrst. Sérstök áhersla
er lögð á hagsvaxtar- og fjárfestingaráætlunina sem vera átti ramminn að þeirri mikilvægu uppbyggingu atvinnulífsins sem er okkur öllum svo mikilvæg.
Samninganefnd ASÍ mun með þátttöku sinni í framkvæmdanefnd um yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar fylgja þeim markmiðum sem kjarasamningarnir byggja á - um að auka hagvöxt, skapa störf, auka jafnvægi í efnahags- og atvinnulífi milli einstakra greina, lága verðbólgu og aukinn kaupmátt - nái fram að ganga. Sýnt er að veita þarf stjórnvöldum aðhald og verður endurskoðun kjarasamninga í janúar 2012 og 2013 nýtt til þess að þrýsta á um framvindu þessa samstarfs