AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Tilmæli frá SGS vegna verkfalls

starfsgrStarfsgreinasamband Íslands hefur sent aðildarfélögum tilmæli um að félögin kynni félagsmönnum er starfa á leikskólum viðmiðunarreglur Kennarasambandsins vegna verkfalls leikskólakennara. AFL Starfsgreinafélag birti í gær helstu viðmiðanir og félagið er í góðu sambandi við félagsmenn sína á leikskólum og hefur beint því til félagsmanna að virða leiðbeiningar KÍ og verkfallsvarða. Hér að aftan fer erindi SGS til aðildarfélaga.

Til formanna aðildarfélaga SGS

Eins og ykkur er kunnugt þá hefur Félag Leikskólakennara boðað verkfall frá og með 22. ágúst nk. hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Þar sem okkar félagsmenn starfa á leikskólum við hliðina á leikskólakennurum sem hugsanlega fara í verkfall, er nauðsynlegt að hafa í huga hvað gæti talist verkfallsbrot, þ.e. verði túlkað þannig að okkar fólk sé að ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli. Félag leikskólakennara hefur gefið út viðmiðunnarreglur sem félagið leggur til grundvallar á verfallsvörslu sinni sem framkvæmd verður af Félagi leikskólakennara og á ábyrgð þess. Félögin eru hér með hvött til þess að kynna sínum félagsmönnum sem starfa á leikskólunum þessar viðmiðunarreglur og hvetja þá til að virða þær.  

Með félagskveðjum,

Signý Jóhannesdóttir

sviðstjóri

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi