AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Segjum upp samningum!

Fundur samninganefndar AFLs Starfsgreinafélags samþykkti nú fyrir skömmu ályktun þar sem hvatt er til að gildandi kjarasamningum á almennum markaði verði sagt upp en endurskoðunarnefnd Alþýðusambandsins þarf að skila ákvörðun á fimmtudag um það hvort endurskoðunarákvæði kjarasamningsins verði virkjuð.

AFL Starfsgreinafélag telur að fyrirhuguð skattlagning á lífeyrisréttindi launafólks á almennum markaði sérstaklega svo og svikið loforð um hækkun almannatryggingabóta vegi þyngra en þau verðmæti sem felist í núgildandi kjarasamningi.

Formannafundur ASÍ á fimmtudag mun fjalla um stöðu kjarasamningsins og verður niðurstaða fundarins væntanlega ráðandi fyrir endurskoðunarnefnd Alþýðusambandins.

Fundinn á fimmtudag sækja formenn Verkamannadeildar AFLs, Verslunarmannadeildar, Sjómannadeildar og Iðnaðarmannadeildar. Að auki situr einn félagsmanna AFLs í miðstjórn ASÍ en miðstjórnarmenn fara einnig með atkvæði á formannafundum.

 

Ályktun fundar samninganefndar AFLs fer hér á eftir:

 

Samninganefnd  AFLs Starfsgreinafélag telur að með því að  ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir hefur ítrekað rofið samkomulag og samninga við verkalýðshreyfinguna undanfarin ár og nú síðast með því að skattleggja félagsmenn Alþýðusambandsins sérstaklega með skatti á lífeyrissjóði þeirra, séu allar forsendur fyrir áframhaldandi samvinnu aðila vinnumarkaðarins við ríkisstjórnina brostnar.

Samninganefndin  telur,  að þrátt fyrir að kaupmáttarákvæði kjarasamninga hafi haldið til þessa séu forsendur til aðhalda áfram þeim þríhliða kjarasamningi sem Alþýðusambandsfélögin gerðu við Samtök Atvinnulífsins og ríkisstjórnina brostnar. Þó að litið sé framhjá sviknum loforðum um atvinnuuppbyggingu og fjárfestingar – vegur  ósanngjörn skattlagning á hluta landsmanna í gegnum skattlagningu á lífeyrissjóði  og  lægri  hækkun  almannatryggingarbóta en lofað  var,  þyngra en sem nemur þeim verðmætum sem fólgin eru í gildandi kjarasamningi.

AFL Starfsgreinafélag telur fyrirhugaða skattlagningu á lífeyrissjóði almenns launafólks vera slíkt rof friðar sem ríkt hefur um fjóra áratugi á fyrirkomulagi lífeyrisréttinda launafólks að ekki verði við unað. Þessi skattlagning mun bitna einvörðungu á launafólki á almennum launamarkaði sem þegar hefur tekið á sig skerðingu lífeyris í kjölfar efnahagshrunsins – bæði þeir sem nú þiggja lífeyri svo og hafa réttindi fólks á vinnumarkaði verið skert.

Á sama tíma eru lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna varin og viðbótarfé sótt í ríkissjóð þegar lífeyrissjóðir þeirra eiga ekki fyrir skuldbindingum.

Þessi skattlagning gengur þvert á þann samning sem Alþýðusambandsfélögin gerðu við ríkisstjórnina um jöfnun lifeyrisréttinda.

Þá óttast félagsmenn AFLs Starfsgreinafélags að uni verkalýðshreyfingin því enn einu sinni að seilst verði eftir fjármagni með skattlagningu á lífeyrissjóði okkar, verði erfitt að verja þá til framtíðar og því sé í raun verið að takast á um framtíðarskipan lífeyrismála okkar.

 

 

 

 

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi