Átök í áliðnaði
Fyrir utan álver Century Aluminium í Ravenswood, Vestur Virginiu, í Bandaríkjunum heldur hópur eftirlaunaþega til í tjöldum og lætur ekki frost og hríð hafa áhrif á sig þrátt fyrir blóðrþýstingsvandamál, gikt og annan ellihrumleika. Fólkið heldur til þarna til að mótmæla einhliða uppsögn Century á sjúkratryggingum fólksins - sem flest hafði unnið nánast alla sína starfsævi hjá fyrirtækinu - m.a. vegna góðra trygginga sem það átti að njóta til dauðadags.
Nú hafa sumir af þessum öldnu verkamönnum ekki lengur efni á því að leita sér lækninga og segir talsmaður hópsins að rekja megi tvö dauðsföll nú þegar til þessara aðgerða fyrirtækisins - en stjórnendur fyrirtækja í Bandaríkjunum hafa gengið langt síðustu misseri í græðgi sinni og farið ránshendi um lífeyris-og sjúkrasjóði starfsmanna. Um leið að verkafólkið er rænt tryggingum sínum bólgna réttindapakkar æðstu stjórnenda út.
Álverinu var lokað 2009 og um haustið það ár tilkynnti fyrirtækið að það myndi hætta að greiða fyrir sjúkratryggingar starfsmanna. Á sama tíma fengu æðstu yfirmenn feita bónustékka frá fyrirtækinu og síðan fóru þeir til fylkisstjórnar og fóru fram á 20 milljón dollara styrk til að opna álverið aftur. Fyrirtækið rekur álver í Kentucky, Suður Karolínu og á Íslandi.
Sjá umfjöllum The Huffington Post um málið
http://www.huffingtonpost.com/leo-w-gerard/retirees-occupy-century-a_b_1240105.html