AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Stapi: Skýrsla rannsóknarnefndar

thumb_stapiFjallað er um Stapa lífeyrissjóð í Rannsóknarskýrslu um starfssemi lífeyrissjóða sem út kom á föstudag. Sjóðurinn tapaði alls 27 milljörðum á árunum 2006 – 2009 en hagnaðist á sama tíma um 31 milljarð rösklega þannig að heildarútkoma var um 2 milljarða hagnaður af fjárfestingum – en á sama tíma varð hér um og yfir 30% verðbólga þannig að heildarávöxtun varð neikvæð og hrein eign til greiðslu lífeyris rýrnaði þar sem lífeyrisgreiðslur eru verðtryggðar.

Fréttaflutningur helgarinnar hefur mjög verið á þá lund að lífeyrissjóðir séu eitt spillingabæli og rekja megi tap þeirra til spillingar og vanhæfi stjórnenda. Í kafla rannsóknarskýrslunnar um Stapa lífeyrissjóð er ekki að finna beinar aðfinnslur að neinu í störfum sjóðins sem rekja má tap hans til.

 

Stapi lífeyrissjóður hafði á þessu árabili um 40% af fjárfestingum sínum í erlendum fjárfestingum og um 40% í ríkisskuldabréfum. Stærstur hluti þess sem fjárfest var innanlands var í skuldabréfum á íslenska banka og stærri fyrirtæki, nánast undantekningalaust í verðbréfum sem skráð voru á Verðbréfaþing Íslands.

 

Í skýrslunni kemur m.a. fram að Stapi hafði á árinu 2008 verulega minnkað hlutabréfaeign sína í íslenska bankakerfinu – og í peningamarkaðssjóðum – en keypt skuldabréf bankanna á sama tíma.

 

Lokaorð skýrslu Rannsóknarnefndarinnar um Stapa lífeyrissjóð eru:

  

Að framan er ýmislegt tíundað sem miður fór í starfsemi Stapa lífeyrissjóðs á árunum fyrir bankahrun og raunar eftir hrun einnig. Hins vegar er ekki unnt að ætla að stjórnendur Stapa lífeyrissjóðs frekar en stjórnendur annarra lífeyrissjóða hafi mátt gera sér grein fyrir því hversu höllum fæti bankarnir stóðu.

Það er fyrst eftir fall þeirra að koma í ljós hvernig yfirstjórn þeirra var háttað og eignarhaldi þeirra oft á tíðum misbeitt síðustu árin fyrir hrun. Almenningur var jafnframt illa upplýstur um erfiðleika bankanna við að fjármagna sig á erlendum mörkuðum. Fæstir fagfjárfestar virðast heldur hafa áttað sig á alvarleika málsins þótt þeir hafi ef til vill gert sér einhverja grein fyrir því að þungt væri fyrir fæti.

Æðstu stjórnendur bankanna hafa hugsanlega einir haft heildarsýn yfir stöðuna. Stjórnendum Seðlabankans, fjármálaeftirlitsins og greiningardeildum bankanna er einnig legið á hálsi af stjórnendum lífeyrissjóðanna fyrir að hafa annaðhvort ekki lesið stöðuna rétt eða verið blekktir af yfirstjórn bankanna. Stjórnmálamenn og ímyndarsérfræðingar hafi svo verið notaðir til að fegra myndina, sbr. skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis.

 

Fjallað er um Stapa Lífeyrissjóð á bls. 140  í 4. bindi skýrslu rannsóknarnefndarinnar  http://www.ll.is/files/00_2012_Uttektarskyrsla/Bindi_4.pdf

 

 

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi