AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Vinnustaðaeftirlit skilar árangri

Átaksverkefni ASÍ, SA og RSK "Leggur þú þitt af mörkum" hefur skilað talsverðum mælanlegum árangri. Samkvæmt niðurstöðum könnunar var um 11,9% starfsmanna hjá fyrirtækjum sem skoðuð voru 2011 í svartri vinnu en í sambærilegri könnun á fyrstu mánuðum 2012 voru 7,6% starfsmanna í svartri vinnu. Átakið fór fram þannig að fulltrúar vinnustaðaeftirlits ASÍ og aðildarfélaga, SA og fulltrúar RSK heimsóttu fyrirtæki og skoðuðu m.a. vinnustaðaskírteini.

Á Austurlandi var átakið tvíþætt - annars vegar komu fulltrúar ASÍ, SA og RSK og heimsóttu nokkur fyrirtæki en hins vegar sá AFL Starfsgreinafélag um eftirlit með vinnustaðaskírteinum sbr. ákvæði kjarasamninga.

Fulltrúar félagsins heimsóttu á síðasta ári 90 vinnustaði og skráðu alls 271 nafn í gagnagrunn sem notaður er til að bera saman skattskil, atvinnuleysisbætur og skilagreinar fyrirtækja. Úrvinnsla gagnanna er ekki í höndum félagsins svo okkur er ekki ljóst hversu umfangsmikil svört atvinnustarfssemi hér var á þessum tíma.

Talsverð brotalöm var á því hvort vinnustaðaskírteini væru til staðar en flestir sem AFL heimsótti höfðu pantað slík skírteini handa starfsfólki. Allar kennitölur sem skráðar voru - reyndust standast próf þannig að viðkomandi einstaklingar voru til í þjóðskrá - en veruleg vanhöld voru á því á uppgangstímunum og olli það miklum vandamálum þegar launamenn t.d. slösuðust og voru þá ótryggðir.

AFL Starfsgreinafélag mun halda áfram vinnustaðaeftirliti og verða helstu ferðamannastaðir heimsóttir og skílríki og stéttarfélagsaðild m.a. könnuð.

 

 

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi