AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Nýtt tæki til að uppræta launamun kynjanna.

thumb_vinnandiÞrátt fyrir að lög um launajafnrétti er kynbundinn launamunur enn til staðar í íslensku samfélagi..
Í viðhorfskönnun félagsins frá því í vetur mælist kynbundin launamundur meðal félagsmanna  8.7% þegar tekið hefur verið tillit til línulegrar aðhvarfgreininar (aldur, starf, vinnufyrirkomulag og fjölda vinnustunda).
Í gær var kynntur  nýr staðall, jafnlaunastaðall,  sem tæki í baráttunni fyrir fullu  launajafnrétti kynjanna. Í kjarasamningum í febrúar 2008 náðist samkomulag um upptöku hans. Staðallin hefur verið í vinnslu síðan og er nú tilbúinn til notkunnar.
Við notkun og innleiðingu jafnlaunastaðalsins verða fyrirtæki ekki aðeins að móta sér launastefnu, setja sér jafnréttisáætlun og láta gera greiningu á launum karla og kvenna í fyrirtækinu heldur jafnframt að setja fyrirtækinu jafnlaunastefnu, jafnlaunaviðmið og skilgreina og flokka störf.
Það er von verkalýðshreyfingarinnar að þetta verkfæri verði það tæki sem dugar til uppræta kynbundinn launamun á vinnumarkaði.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi