Vinnur þú á gistihúsi eða veitingastað í sumar?
Hafa ber í huga að allir sem vinna á slíkum stöðum eiga að bera vinnustaðaskírteini, þar sem fram kemur nafn og kennitala starfsmanns og fyrirtækis.
Atriði sem vert er að hafa í huga (úr kjarasamningum):
- Þeir sem verða 16 eða 17 ára á árinu eiga strax að fá greitt miðað við 16 eða 17 ára í taxta, en þegar menn verða 18 ára er miðað við afmælisdaginn.
- 22 ára lífaldur jafngildir starfsaldri eftir eitt ár.
- Óheimilt er að greiða vaktaálag ef ekki kemur fram á vaktaplani hvenær vakt á að byrja og enda. Í þeim tilvikum greiðist dagvinna og yfirvinna.
- Í vaktavinnu greiðist álag á þann hluta 40 stunda vinnu sem fellur utan dagvinnutímabils:
o 33% álag á tímabilinu kl. 17:00 - 00:00 mánudag til föstudaga.
o 45% álag á tímabilinu kl. 00:00 - 08:00 alla daga svo og laugardaga og sunnudaga. - Neysluhlé skulu vera sem svarar 5 mín. fyrir hvern unninn klukkutíma og skiptast eftir samkomulagi starfsmanna og stjórnanda.
- Óheimilt er að hafa orlof innifalið í launataxta.
- Jafnaðarkaup er ekki til í kjarasamningum.
- Að lágmarki skal borga 4 klst. í útkalli.
- Skoðaðu vel og geymdu alla þína launaseðla.
Nánari upplýsingar fást á skrifstofum AFLs, í síma 4700300 eða með tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.