Kjarasamningur fyrir smábáta samþykktur
Atkvæðagreiðslu um kjarasamningi milli Sjómannasambands Íslands og Landssambands Smábátaeigenda er lokið og voru atkvæði talin í húsakynnum ríkissáttasemjara fyrr í dag.
Samningurinn var samþykktur af báðum aðilum. Hjá aðildarfélögum Sjómannasambandsins fór atkvæðagreiðslan þannig að 64,3% þeirra sem afstöðu tóku samþykktu samninginn, en 35,7% sögðu nei. Samkvæmt framansögðu er því kominn á samningur milli Sjómannasambands Íslands og Landssambands smábátaeigenda.
Kjarasamning SSÍ, FFSÍ, VM og Landsambands Smábátaeigenda 2012-29-08