STARF
Þann 10. febrúar 2012 var undirritað samkomulag milli velferðarráðuneytisins, Vinnumálastofnunar (VMST), Samtaka atvinnulífsins (SA) og Alþýðusambands Íslands (ASÍ) um að efna til þriggja ára tilraunaverkefnis sem hefur það markmið að efla vinnumiðlun og stuðla að virkari vinnumarkaðsaðgerðum, sem jafnframt auki líkur atvinnuleitenda á því að fá störf á vinnumarkaði að nýju.
Byggir samkomulagið á yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga vorið áður.Til að annast framkvæmd verkefnisins stofnuðu ASÍ og SA sameiginlegt félag, Starf – vinnumiðlun og ráðgjöf ehf. (STARF) og mun það annast þjónustu við atvinnuleitendur í tengslum við vinnumiðlun og vinnumarkaðsaðgerðir og fær til þess greiðslur úr Atvinnuleysistryggingasjóði.
Vinnumiðlun og ráðgjöf http://starfid.is/