Heildarlaun AFLs félaga hafa hækkað um 7,3%
Samkvæmt könnun sem Capacent Gallup hefur unnið fyrir AFL Starfsgreinafélag hafa heildarlaun félagsmanna hækkað um ca 7,3% á milli ára. Dagvinnulaun hafa hækkað um 6,2% á sama tíma.
Sama könnun gefur til kynna að meðalheildarvinnutími á mánuði sé nú um 4 klst. styttri en í fyrra og yfirvinna hafi minnkað um 2 tíma á mánuði. Könnunin byggir á svörum um 890 félagsmanna en 1.500 manns voru í úrtakinu og var því svarhlutfall um 63%.
Nánar verður greint frá niðurstöðum könnunarinnar á næstu dögum.