AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

AFL varar við löngum samningi

Samninganefnd AFLs Starfsgreinafélags telur að þrátt fyrir að forsendur almenns kjarasamnings félagsins við SA séu brostnar í veigamiklum atriðum, sé ekki staða til að segja upp samningum að sinni. Félagið varar við því að gerðir verði kjarasamningar til lengri tíma - með endurskoðunarákvæðum - í ljósi reynslu af yfirstandandi samningstímabili.

Um 40 fulltrúar samninganefndarinnar mættu til fundar í húsnæði félagsins að Búðareyri 1 á Reyðarfirði í gærkvöld og samþykkti eftirfarandi ályktun:

"Samninganefnd AFLs Starfsgreinafélags telur að þrátt fyrir að forsendur kjarasamninga séu að mestu brostnar sé ekki staða til átaka á vinnumarkaði að sinni. Reynsla síðustu ára hefur sýnt að tilgangslaust er að treysta á efndir stjórnvalda á þríhliða samkomulagi aðila vinnumarkaðar og ríkisstjórnar. Kosningabarátta næstu mánaða þýðir að lítið verður að treysta á ríkisstjórn eða stjórnarandstöðu þar sem næsta ríkisstjórn mun væntanlega telja sig óbundna af samkomulagi sem gert er í aðdraganda kosninga.

AFL Starfsgreinafélag telur því að launafólk verði að sýna langlundargeð og undirbúa gerð kjarasamninga næsta vetur. AFL óttast þó að fyrirtæki og verslanir muni velta kostnaði út í verðlagið – án þess að launafólk geti rönd við reist.

Félagið varar við því að gerðir séu samningar til margra ára með endurskoðunarákvæðum í ljósi reynslunnar á yfirstandandi samningstímabili."

 

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi