AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Kjarasamningum ekki sagt upp.

Undirritað var á mánudaginn samkomulag milli ASÍ og SA um endurskoðun kjarasamninga. Það felur í sér að samningstíminn verður styttur um tvo mánuði og renna því gildandi samningar út í lok nóvember á þessu ári. Samningurinn heldur gildi sínu og launahækkun upp á 11.000 krónur til taxtavinnufólks og 3,25% til yfirborgaðra hópa koma því til framkvæmda þann 1. febrúar nk.
Önnur ákvæði í samkomulaginu er mótun atvinnustefnu, mótun stefnu í gengis og verðlagsmálum og aukin framlög atvinnurekenda i starfsmenntasjóði. Þetta gildir fyrir félagmenn sem starfa á almenna markaðnum, verkafólk, iðnaðarmenn og verslunarmenn.

Ekki hefur verið samið um styttingu á samningstíma þeirra sem starfa hjá Ríkinu né hjá sveitarfélögunum.

Samkomulag ASI og SA vegna endurskoðunar kjarasaminga.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi