Byggðaþróun og nýsköpun, ársfundur trúnaðarmanna 2013
Byggðaþróun og nýsköpun í atvinnulífi var meðal umræðuefna á ársfundi trúnaðarmanna AFLs 2013. Fundurinn sem haldinn var á Hótel Bláfelli, Breiðdalsvík sl. föstudag og laugardag, var sóttur af um 30 trúnaðarmönnum.
Meðal framsögumanna voru þeir Sigurður Björnsson, sviðsstjóri hjá Rannís, og Rögnvaldur Ólafsson, frá Háskóla Íslands. Fjölluðu þeir m.a. um stoðkerfi nýsköpunar í atvinnu og kom m.a. fram að Austfirðingar hafa ekki verið duglegir að sækja fjárstuðning vegna nýsköpunarverkefna – fjárstuðning sem stendur til boða úr opinberum sjóðum.
Rögnvaldur fór yfir breytingar sem orðið hafa á stöðu símenntunar og háskólamenntunar á landsbyggðinni og sagði að lyft hefði verið grettistaki í þeim málum – og ekki síst fyrir atbeina aðila vinnumarkaðarins.
Á laugardeginum var starfssemi „Vinnumarkaðsteymis stéttarfélaganna“ kynnt en það samráð ráðgjafa Virk og StarfA sem aðsetur hafa hjá AFLi Starfsgreinafélagi.
Fundinum lauk um kl. 15:00 og þótti vel heppnaður þó hann hefði mátt vera fjölsóttari. .
Meðal framsögumanna voru þeir Sigurður Björnsson, sviðsstjóri hjá Rannís, og Rögnvaldur Ólafsson, frá Háskóla Íslands. Fjölluðu þeir m.a. um stoðkerfi nýsköpunar í atvinnu og kom m.a. fram að Austfirðingar hafa ekki verið duglegir að sækja fjárstuðning vegna nýsköpunarverkefna – fjárstuðning sem stendur til boða úr opinberum sjóðum.
Rögnvaldur fór yfir breytingar sem orðið hafa á stöðu símenntunar og háskólamenntunar á landsbyggðinni og sagði að lyft hefði verið grettistaki í þeim málum – og ekki síst fyrir atbeina aðila vinnumarkaðarins.
Á laugardeginum var starfssemi „Vinnumarkaðsteymis stéttarfélaganna“ kynnt en það samráð ráðgjafa Virk og StarfA sem aðsetur hafa hjá AFLi Starfsgreinafélagi.
Fundinum lauk um kl. 15:00 og þótti vel heppnaður þó hann hefði mátt vera fjölsóttari. .