3ja launaflokka hækkun hjá HSA
AFL Starfsgreinafélag hefur undirritað nýjan stofnanasamning við Heilbrigðisstofnun Austurlands og færir nýr samningur félagsmönnum AFLs sem vinna hjá stofnuninni 3ja launaflokka hækkun.
Samningurinn var undirritaður í gær og að undirbúningi hans komu trúnaðarmenn félagsins auk formanns og starfsmanna AFLs. Prósentuhækkun launa í kjölfar samningsins er frá 4,3% og upp í 5,6% - en munurinn skýrist af því að óreglulegt bil er á milli flokka í launatöflu.
Þessi samningur kemur í kjölfar af "jafnlaunaáætlun" fyrri ríkisstjórnar. Samningurinn gildir afturvirkt frá 1. mars 2013. Samninginn er hægt að skoða á meðfylgjandi slóð: