AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

3ja launaflokka hækkun hjá HSA

AFL Starfsgreinafélag hefur undirritað nýjan stofnanasamning við Heilbrigðisstofnun Austurlands og færir nýr samningur félagsmönnum AFLs sem vinna hjá stofnuninni 3ja launaflokka hækkun.

Samningurinn var undirritaður í gær og að undirbúningi hans komu trúnaðarmenn félagsins auk formanns og starfsmanna AFLs.  Prósentuhækkun launa í kjölfar samningsins er frá 4,3% og upp í 5,6% - en munurinn skýrist af því að óreglulegt bil er á milli flokka í launatöflu.

Þessi samningur kemur í kjölfar af "jafnlaunaáætlun" fyrri ríkisstjórnar.  Samningurinn gildir afturvirkt frá 1. mars 2013. Samninginn er hægt að skoða á meðfylgjandi slóð:

pdf stsamn_afl_starfsgrfl_v_hsa

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi