Gjaldskrárhækkanir sveitarfélaga ?
Í síðustu viku sendi AFL Starfsgreinafélag sveitarfélögum á félagssvæðinu fyrirspurn um fyrirhugaðar gjaldskrárhækkanir. Svör hafa borist frá tveimur sveitarfélögum - í öðru þeirra var ekki búið að taka neinar ákvarðanir um hækkanir 2014 en í hinu svarinu kom fram að fyrirhugað væri að hækka helstu þjónustugjöld um 3,5%.
Rétt er að hafa í huga að Reykjavíkurborg hefur afturkallað fyrirhugaðar hækkanir á þjónustugjöldum - m.a. sem innlegg í komandi kjarasamninga. Mikilvægt er að sveitarfélög gangi á undan með góðu fordæmi og haldi aftur af hækkunum á þjónustugjöldum.
AFL Starfsgreinafélag hvetur félagsmenn sýna til að senda ábendingar um hækkanir á þjónustugjöldum á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..