Verkalýðsfélög eiga að taka afstöðu
83% félagsmanna AFLs Starfsgreinafélags telja að verkalýðsfélög eigi að taka skýra afstöðu og jafnvel forystu í samfélagsmálum. Þessi skoðun er jafnvel ákveðnari meðal félagsmanna Einingar - Iðju eða 86%. Hins vegar eru félagsmenn ekki fylgjandi því að forystumenn verkalýðsfélaga gefi kost á sér til forystu í stjórnmálaflokkum.
Einungis 24% AFLs félaga og 31% Einingarfélaga eru hlynnt því að forystumenn verkalýðsfélaga gefi kost á sér til forystustarfa í stjórnmálaflokkum.
AFL Starfsgreinafélg og Eining Iðja á Akureyri hafa sl. þrjú ár látið Capacent Gallup gera viðamikla viðhorfs-og kjarakönnun meðal félagsmanna. Þessar kannanir eru byggðar á sambærilegum könnunum sem Efling, Hlíf og Verkalýðs og sjómannafélag Keflavíkur hafa látið gera fyrir sig í nokkur ár og því unnt að bera saman niðurstöður að verulegu leyti. Hér má nálgast kjara og viðhorfskönnunina í heildNiðurstöður 2011 og 2012 má sjá hér hér