AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Öryggisverðir og skúringar

Þær breytingar verða á fyrirkomulagi við leiguíbúðir félagsins í Reykjavík frá áramótum að umsjónarfyrirtækið, Sólar - ræstingar, munu eftirleiðis skúra gólf og annast minni háttar hreingerningar eftir hverja leigu.  Félagsmenn eiga eftir sem áður að ganga frá rúmfötum í þvottakörfu, þrífa borð og bekki og henda öllu rusli í ruslageymslu og fjarlægja allar matarleyfar. Um leið og félagið bætir þannig þjónustu við félagsmenn sem dvelja í íbúðunum - verður og gengið harðar eftir að leigutakar virði umgengnisreglur og reglur um viðskilnað - og verður leigutökum gerður reikningur fyrir aukaverk sem til falla vegna lélegs viðskilnaðar.

Þrátt fyrir að þjónusta sé aukin - verður leiguverð áfram óbreytt eða kr. 7.000 fyrir fyrstu nótt og kr. 3.000 fyrir hverja nótt eftir það.  Félagið minni líka á að á skrifstofum þess geta félagsmenn fengið gistiávísanir hjá Foss hótelum á kr. 8.000 pr. nótt fyrir tvo með morgunverð.

Gestir í íbúðum AFLs við Mánatún í Reykjavík verða og varir við aðrar breytingar frá áramótum - en bandaríski sendiherrann á Íslandi mun flytja í "penthouse" íbúðina í Mánatúni 5 fljótlega í janúar.  Þegar sendiráðið keypti íbúðina var samið við húsfélagið um ákveðna fyrirgreiðslu og aðstöðu vegna öryggisvörslu í húsinu.  Sendiráðið greiðir umtalsverða upphæð í hússjóð vegna fyrirkomulagsins og þeirra óþæginda sem aðrir íbúar hússins kunna að verða fyrir.  Komið hefur verið upp öryggismyndavélum í anddyrum og í bílageymslu og húsfélagið hefur gefið leyfi fyrir því að öryggisverðir verði með aðsetur í anddyri Mánatúns 5.  Bílastæði sendiherrans eru sérstaklega vöktuð. 

Félagsmenn eru beðnir að sýna þessum öryggiskröfum skilning og umburðarlyndi.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi