AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Miðstjórn ASÍ - Hækkið ekki!

Ein helsta forsenda þeirra kjarasamninga sem gerðir voru 21. desember er að verðbólga verði lág þannig  að kaupmáttur í landinu aukist. Til þess að þetta takist er mikilvægt að opinberir aðilar og verslunar- og þjónustufyrirtæki haldi aftur af verðhækkunum á næstu misserum. Sveitarfélög vítt og breitt um landið hafa brugðist vel við kallinu. Nú berast hins vegar váleg tíðindi af fyrirtækjum og opinberum aðilum sem tilkynnt hafa verðhækkanir og eru þar með að vinna gegn markmiðum þess kjarasamnings sem undirritaður var fyrir jól.

Þessi fyrirtæki ögra ekki bara launafólki í landinu heldur og þeim stöðugleika og kaupmáttaraukningu sem er leiðarljós kjarasamningsins.

Miðstjórn ASÍ krefst þess að þessar verðhækkanir verði dregnar til baka.  Alþýðusambandið mun fylgjast grannt með verðhækkunum fyrirtækja og opinberra  aðila. Ef verðhækkunum verður haldið til streitu mun ASÍ  birta nöfn þeirra fyrirtækja sem hækka verð til upplýsingar fyrir neytendur.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi