Atkvæðagreiðslu að ljúka
Atkvæðagreiðslu um nýgerða kjarasamninga lýkur á um hádegi á þriðjudag. Einungis verða talin atkvæði sem komist hafa til kjörstjórnar áður en talning hefst. Á mánudag verður hægt að koma atkvæðum til skrifstofa félagsins eða til trúnaðarmanna en hætt verður að taka við atkvæðum á skrifstofum félagsins á mánudagskvöld.
Kjörsókn virðist vera svipuð og undanfarin ár - en forystumenn félagsins vonast eftir allt að 40% kosningaþáttöku. Úrslit atkvæðagreiðslunnar verður kynnt um miðjan dag á miðvikudag á sama tíma og önnur verkalýðsfélög kynna niðurstöður sinna félaga.