AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

AFL samþykkir og fellir nýgerða kjarasamninga

Verkamenn og iðnaðarmenn samþykkja - verslunarmenn fella

51,56% greiddra atkvæða verkamannadeildar AFLs staðfestu nýgerðan kjarasamning félagsins við Samtök atvinnulífsins en 47,92% greiddu atkvæði gegn staðfestingu samningsins. Auðir og ógildir voru 0,52%.  Kjörsókn í verkamannadeild var 39,57%. 

Iðnaðarmannadeild AFLs Starfsgreinafélags staðfesti nýgerðan kjarasamning Samiðnar við SA með 54,29% atkvæða á meðan 45,71 sögðu nei. Auðir og ógildir voru 0%.  Kjörsókn var 42,68%.

Verslunarmenn felldu nýgerðan kjarasamning Landssambands íslenskra verslunarmanna með 63,64% greiddra atkvæða en 34,85% sögðu já. Auðir og ógildir voru 1,52%.  Kjörsókn var 40,24%.

Kjörsókn í öllum deildum félagsins var mjög góð og umfram væntingar.  Félagið stóð fyrir á fimmta tug kynningarfunda um nýgerða kjarasamninga og einnig var kosningin auglýst  í útvarpi og í prentmiðlum félagssvæðis.

Nýgerðir kjarasamningar voru strax frá upphafi mjög umdeildir og heit skoðanaskipti um þá í fjölmiðlum. Það var því ljóst snemma í kynningunni að það voru verulega skiptar skoðanir meðal félagsmanna svo lögð var mikil áhersla á að reyna að fá sem mesta kjörsókn svo úrslitin endurspegluðu vilja sem flestra félagsmanna. 

Umsamin launahækkun kemur til framkvæmda hjá félagsmönnum Verkamannadeildar og Iðnaðarmannadeildar frá áramótum en samningaviðræður um samning verslunarmanna hefjast að nýju fljótlega.  Verslunarmenn á félagssvæðinu munu áfram vinna skv. eldri kjarasamningi þar til nýjum kjarasamning hefur verið náð við Samtök atvinnulífsins og hann samþykktur.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi