Forgangur til starfa Norðurál
Réttargæslustefndi er stéttarfélag sem gerir kjarasamninga fyrir sína félagsmenn við stefnda um sömu störf og stefnandi. Stefndi er bundinn í kjarasamningi að forgangsrétti félagsmanna réttargæslustefnda til starfa, en í gr. 4.02.1 segir að félagið skuldbindi sig til að láta þá sem eru fullgildir félagsmenn í hlutaðeigandi verkalýðsfélögum og samböndum hafa forgangsrétt til ráðningar til þeirra starfa, sem um ræðir í 1. kafla samningsins, enda séu þeir hæfir til þess starfs, sem um er að ræða og hafi tilskilin réttindi þar sem þeirra er krafist. Vegna þessa forgangsréttarákvæðis er stefndi í raun bundinn af því að viðurkenna aðeins eitt stéttarfélag í hverri starfsgrein á viðkomandi félagssvæði, sbr. og C-lið í umræddu samkomulagi frá 18. nóvember 1997 um meginreglur varðandi gerð kjarasamninga. sjá dóminn
Með vísan til þess sem að framan greinir verður stefndi sýknaður af kröfum stefnanda í málinu.
Samkvæmt þessum úrslitum málsins verður stefnanda gert að greiða stefnda málskostnað, sem ákveðst 300.000 krónur.
D Ó M S O R Ð :
Stefndi, Norðurál Grundartanga ehf., skal vera sýkn af kröfum stefnanda, Alþýðusambands Íslands vegna Félags vélstjóra og málmtæknimanna, í máli þessu.
Stefnandi greiði stefnda 300.000 krónur í málskostnað.