AFL starfsgreinafélag

Slys við steypusprautun - Kárahnjúkavirkjun

Dómur - Yushan Shao - Stefnandi var við vinnu í jarðgöngum við Kárahnjúkavirkjun um klukkan 2 aðfaranótt 10. desember 2006, þegar hann varð fyrir alvarlegu slysi. Steypa sem samkvæmt lögregluskýrslu vó 80-100 kg, hrundi úr lofti gangnanna og lenti á baki stefnanda. Fallhæð steypunnar var um það bil 7,2 metrar. Stefnandi féll á brautarteina á gangnagólfinu og lenti með andlitið ofan í vatni, en eftir göngunum rann straumvatn. Samstarfsmenn stefnanda drógu hann upp úr vatninu og báru hann á nærliggjandi járnbrautarvagn. Hann var fluttur út úr göngunum og með sjúkrabifreið á Egilsstaði og þaðan með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Stefnandi skaddaðist alvarlega á mænu í slysinu og lamaðist frá brjósti. sjá dóminn í heild