AFL starfsgreinafélag

Réttarstaða trúnaðarmanns við hópuppsögn

Viðurkennt er að uppsögn stefnda Eflingar á trúnaðarmanni VR A , hjá Eflingu stéttarfélagi þann 13. apríl 2022, var ólögmæt og braut gegn 11. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938. Viðurkennt er að stefndi braut gegn ákvæðum nr. 13.2 og 13.4 í kjarasamningi VR og Samtaka atvinnulífsins frá 1. apríl 2019 með því að meina A trúnaðarmanni VR aðgang að starfsstöð félagsins, starfsaðstöðu trúnaðarmanns og þeim félagsmönnum VR á skrifstofu stefnda hverra hagsmuna honum bar að gæta. Stefndi greiði stefnanda 600.000 krónur í málskostnað. sjá dóminn