AFL starfsgreinafélag

Ungt fólk á vinnumarkaði – að hverju þarf að gæta

p2000

Á hverju hausti fær AFL Starfsgreinafélag tugi ungra launþega, sem finnst heldur hafa verið brotið á sér í sumarvinnunni, í heimsókn. Í mörgum tilfellum er auðsótt að kalla eftir skýringum og mögulega innheimta vangoldin laun. Í öðrum tilfellum er erfitt að grípa til aðgerða enda á litlu að byggja. Góð regla er að halda eigin tímaskýrslu og er hægt að nota appið "klukk" til þess. Það er aðgengilegt í appstore og er mjög einfalt í notkun.  Ef fólk heldur utan um tímana sína - er auðveldara að gæta hagsmuna síðar.  Einnig er æskilegt að eiga samskipti - þ.e. tölvupósta og sms skeyti milli launamannsins og launagreiðanda.

Við hvetjum ungt fólk til að kynna sér kjarasamninga og hika ekki við að hafa samband við okkur og leita ráða. Við erum með This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og svörum fyrirspurnum.

Ath. Stéttarfélög á Íslandi eru aðallega skipulögð eftir landssvæðum - og ekki er víst að þú eigir að vera í AFLi. Leitaðu upplýsinga á þínu svæði.  AFL nær frá Skeiðará í suðri og til Langaness í norðri og með allri austurströndinni og á Héraði.

Sumarvinna Réttindi Kaup