Samningur í fiskimjölsverksmiðjum samþykktur
Félagsmenn AFLs sem vinna í fiskimjölsverksmiðjum Brims á Vopnafirði, Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði og Neskaupstað, Eskju á Eskifiriði, Loðnuvinnslunar á Fáskrúðsfirði og Skinneyjar Þinganess á Höfn samþykktu nýgerðan kjarasamning félagsins. Kjörsókn var 75% og rösk 86% þeirra sem greiddu atkvæði sögðu já, 9% sögðu nei og 4 % skiluðu auðu.
AFL gerði kjarasamninginn eitt félaga að þessu sinni en síðustu ár hafa AFL og Drífandi í Vestmannaeyjum haft samflot. Nýgerður kjarasamningur er til 6 ára og lýkur í maí 2025. Samið var um launatöflur til 2022 en tvö síðustu árin taka launatöflur í fiskimjöli mið af launahækkunum í fiskvinnslu. Launatafla v. starfa í fiskimjölsverksmiðjum var einfölduð og fækkaði launaþrepum úr 15 í níu. Þá var og samþykkt bókun um nýtt launakerfi - og samkvæmt henni mun aðilar taka um viðræður um launakerfi er byggir á hæfni og hlutverki.
Samningurinn er afturvirkur til 1. apríl sl.