Heilbrigðisráðherra fundar með verkalýðsfélögunum
Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, boðaði fulltrúa verkalýðsfélaga til fundar í síðustu viku og fór yfir niðurskurð og sparnað í heilbrigðiskerfinu sem fyrirsjáanlegur er.
Fulltrúi AFLs á fundinum benti ráðherra á að sparnaður sem fæli í sér skerðingu á starfshlutfalli eða uppsagnir á almennu starfsfólki þýddi aðeins aukin útgjöld vegna atvinnuleysisbóta og spurði hvort ráðherrar töluðu ekki saman - því sparnaður í heilbrigðisráðuneyti þýddi í mörgum tilfellum aðeins aukin útgjöld í félagsmálaráðuneyti.
Fulltrúi AFLs hvatti ráðherra til að fjölga frekar ófaglærðu starfsfólki á sjúkrahúsum og bæta þannig umönnun og létta vinnuálagi á sama tíma og dregið væri úr atvinnuleysi og byrðum af atvinnuleysistryggingarsjóð létt.
Fjölmenni var á fundinum og vakti athygli hversu mörg félög á landsbyggðinni sendu fulltrúa sína.