Skorum á ALCOA að sýna ábyrgð!
"Við skiljum að efnahagserfiðleikar um heim allan hafa haft veruleg áhrif á afkomu ALCOA. Eftirspurn og verð á framleiðsluvörum fyrirtækisins hefur lækkað umtalsvert, og tekjur og hagnaður fyrirtækisins hríðfallið. Við skiljum að ALCOA hefur litla stjórn á efnhagsástandi heimsins alls en fyrirtækið hefur áhrif á og stjórnar hvernig fyrirtækið bregst við ástandinu", segir m.a. í ávarpi Jim Robinson.
"Ástandið nú kallar á sameiginlegt átak. Enginn hagsmunaðili ALCOA ætti að bera allar byrðarnar af kreppunni og allra síst verkamennirnir. Við trúum því að fyrirtækið hafi á vissan hátt brugðist sanngjarnt við. Hluthafar hafa mátt þola skertar arðgreiðslur og laun og hlunnindi æðstu stjórnenda hafa lækkað.
Við viljum hins vegar benda á að starfsfólk ALCOA, bæði þeir sem eru í verkalýðsfélögum og utan þeirra, er kannski sá hluti hagsmunaðila sem stendur veikastur fyrir. Þúsundum ALCOA starfsmanna hefur verið sagt upp og aðrir mátt þola launafrystingu eða beinar launalækkanir. Almennir starfsmenn sem fá uppsagnarbréf hafa fá önnur atvinnutækifæri með auknu atvinnuleysi um heim allan á meðan stjórnendur og stórir hluthafar hafa fleiri tækifæri til að milda höggið.
Við skorum á ALCOA að tvíeflast í viðleitni sinni til að bregast við samdrættinum þannig að áhrif á núverandi og fyrrverandi starfsmenn verði sem minnst. Við skorum á fyrirtækið að forðast frekari fjöldauppsagnir og auka kaupmátt launa starfsmanna.
Að lokum hvetjum við fyrirtækið til að vinna af heilindum með verkalýðsfélögum um heim allan að leiðum til að minnka áhrif kreppunnar á starfsmenn. Með gagnkvæmum heilindum og virðingu getum við unnið bæði fyrirtæki og starfsfólki til heilla."
Yfirlýsing félaganna er birt á ensku hér , en frá Íslandi hefur AFL og Rafiðnaðarsamband Íslands tekið þátt í þessu starfi ásamt og USW í Bandaríkjunum og Kanada, Australian Labour Union í Ástralíu og Unite í Englandi ásamt og félögum í Brasilíu, Honduras, Mexikó, Surinam, Tékklandi, Þýskalandi og Rússlandi.