AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Jól og áramót - engin úthlutun orlofsíbúða

Íbúðir AFLs verða til frjálsrar leigu næstkomandi jól og áramót. Síðustu ár hefur íbúðunum verið úthlutað að loknu umsóknarferli en í ár verður opnað fyrir bókun á íbúðir félagsins um jól og áramót undir mánaðarmótin ágúst / september og verður það kynnt með auglýsingu og með tölvupósti á félagsmenn sem eru á sendingarlista félagsins, til að tryggja að allir sitji við sama borð varðandi aðgengi að íbúðunum. 

Íbúðirnar verður aðeins hægt að leigja í viku, þ.e. frá 22. - 29. des, og frá 29. des til 4. janúar.  Staðfestingargjald verður kr. 5.000 og er óendurkræft.  Það þýðir að staðfesti félagsmaður að hann ætli að leigja íbúð á þessum tímabilum en fellur síðan frá leigu síðar - verður staðfestingargjaldið ekki endurgreitt.  Endurgreiðslur á greiddum leigum fara að öðru leyti eftir almennum endurgreiðslureglum.

Ástæða er til að vara fólk við að ef fallið er frá leigum með stuttum fyrirvara eru ekki miklar líkur á að íbúðir endurleigist þar sem fólk gerir áætlanir varðandi jól og áramót með góðum fyrirvara.

Ástæða þessara breytinga er að  síðustu 2 ár hafa íbúðir jafnvel staðið auðar.  Þetta er sennilega af því að í fjölmennum fjölskyldum sækja jafnvel margir um íbúð til að tryggja að fjölskyldan fái íbúð.  Oft hafa síðan fleiri en einn úr sömu fjölskyldu fengið íbúð og þá hefur verið misbrestur á að fólk afþakki íbúðir sem það ekki þarf, tímanlega.  Þeir sem hafa fengið synjun í umsóknarferlinu - eru síðan oft búnir að breyta áætlunum sínum þegar kemur að því að endurúthluta.

Vinsamlega athugið að ekki er hægt að skrá sig fyrir leigu fyrirfram og starfsfólk félagsins mun ekki taka við óskum um íbúðir um jól og áramót heldur verða félagsmenn að bóka sjálfir eða hafa samband við skrifstofu félagsins eftir að opnað verður fyrir leigur.