AFL starfsgreinafélag

Félagsdómur: Uppsögn trúnaðarmanns ólögleg

Félagsdómur úrskurðaði í dag að uppsögn trúnaðarmanns AFLs Starfsgreinafélags hjá Smiðum ehf. á Reyðarfirði, hefði verið ólögmæt og dæmdi trúnaðarmanni félagsins röskar 700 þúsund krónur í skaðabætur auk málskostnaðar. Erfitt getur þó verið að innheimta bæturnar. Sjá Félagsdóm

Gerð hafa verið árangurslaus fjárnám hjá Smiðum ehf. og því óvíst um getu fyrirtækisins til að greiða þessar skaðabætur en AFL mun fylgja málinu eftir og freista innheimtu bótanna.

Málsatvik voru þau að nokkrum starfsmanna fyrirtækisins var sagt upp störfum, þar á meðal trúnaðarmanni AFLs, en allir ráðnir aftur nær samstundis nema viðkomandi svo og öryggistrúnaðarmaður fyrirtækisins,  og hélt AFL Starfsgreinafélag því fram að um málamyndagerning hefði verið að ræða til að losna við trúnaðarmanninn frá fyrirtækinu og mætti rekja ástæður þess til starfa hans sem trúnaðarmanns.

Dómurinn tók ekki afstöðu til þess en dæmdi að 11. gr. laga nr. 80/1938 hefði verið brotin með uppsögninni. Sjá Félagsdómur