AFL starfsgreinafélag
  • Leiðbeiningar

Leiðbeiningar um umsóknir

Persónuupplýsingar
Fylla skal út í alla reiti um persónuupplýsingar. Æskilegt er að gefa upp símanúmer farsíma (GSM) og netfang hafi viðkomandi slíkt – en það auðveldar mjög starfsmanni félagsins öll samskipti við umsækjenda.


Bankareikningur
Umsækjendum er bent á að fylla út númer banka, höfuðbókarnúmer og reikningsnúmer. Þar sem greiðslur sjúkrasjóðs eru færðar rafrænt valda rangar upplýsingar um reikningsnúmer því að greiðsla til viðkomandi, er ekki færð. Í því tilfelli þarf viðkomandi að bíða í hálfan mánuð þar til greiðslur sjúkrasjóðs eru færðar næst. Sé umsækjandi í óvissu um bankanúmer eða höfuðbókarnúmer,  aðstoðar starfsfólk bankans eða félagsins viðkomandi að finna þessar upplýsingar.


Vinnustaðir.
Því miður getur verið misbrestur á skilum fyrirtækja á sjúkrasjóðsiðgjöldum. Því er nauðsynlegt að skrá vinnustað síðustu mánuði en þá er auðveldara að kanna skil sjóðagjalda vegna viðkomandi sjóðsfélaga. Ennfremur er æskilegt að umsækjendur hafi launaseðla sína tiltæka en  komi í ljós vanskil sjóðagjalda, eru launaseðlar jafngildi greiðslukvittana sjóðagjalda fyrir viðkomandi sjóðsfélaga.


Vottorð launagreiðanda
Ekki er unnt að greiða út sjúkradagpeninga úr Sjúkrasjóði félagsins nema fyrir liggi staðfesting launagreiðanda á að launagreiðslum fyrirtækisins vegna veikindaréttar sé lokið. Eyðublað vegna þessarar yfirlýsingar er á þessari síðu – sjá  Eyðublað um lok launagreiðslna.


Læknisvottorð
Við umsókn um sjúkradagpeninga verður að leggja fram fullgilt læknisvottorð á íslensku. Ef læknisvottorðið er tímabundið er umsækjenda bent á að endurnýja það og koma til Sjúkrasjóðs standi óvinnufærni lengur en upphaflegt vottorð sagði til um.


Aðrir Sjúkrasjóðir ASÍ félaga
Vegna samninga um réttindaflutning milli sjúkrasjóða ASÍ félaga er nauðsynlegt að geta um greiðslur annarra sjúkrasjóða ASÍ félaga.