AFL starfsgreinafélag

Réttur til sjúkradagpeninga

Hverjir eiga rétt á dagpeningum  – og hvernig reiknast greiðslur?
Skilyrði þess að sjóðfélagi eigi rétt til greiðslna dagpeninga úr sjóðnum er að greitt hafi verið af honum til Sjúkrasjóðsins í a.m.k. 10 vikur áður en hann varð launalaus vegna veikinda/slysa. Sjóðfélagar eru þeir sem launagreiðendur greiða af umsamið iðgjald af launum til sjóðsins.

Greiðslutími er mismunandi eftir launagreiðendum og/eða aðild.
Ef aðild að sjóðnum er skemmri en sex samfelldir mánuðir, er engu að síður deilt með sex mánuðum til að finna út bótarétt viðkomandi.  Sá sem öðlast hefur rétt til greiðslu sjúkra- og slysadagpeninga úr sjúkrasjóði eins stéttarfélags innan ASÍ, öðlast þann rétt hjá nýjum sjóði, skv. þeim reglum sem þar gilda eftir að hafa greitt í þann sjóð í einn mánuð, enda hafi hann fram að því átt rétt hjá fyrri sjóðnum.

Frá hvaða tíma greiðast dagpeningar?
Réttur stofnast frá og með þeim tíma er samningsbundinni eða lögboðinni kaupgreiðslu frá atvinnurekanda lýkur vegna veikinda og/eða slysa.

Hvenær eru dagpeningar greiddir?
Dagpeningar eru greiddir tímabundið allt að 120 daga til þeirra sem verða launalausir vegna veikinda og eiga ekki rétt á öðrum greiðslum en sjúkradagpeningum Sjúkrasjóðs og dagpeningum frá Tryggingastofnun ríkisins.

Sjúkradagpeningar vegna barna og eða maka
Dagpeningar eru greiddir í allt að 120 daga tímabundið vegna langveikra og alvarlega fatlaðra barna. Með langveikum börnum er átt við börn undir 18 ára aldri sem greinast með alvarlega og langvinna sjúkdóma og þarfnast sérstakrar umönnunar.
Dagpeningar eru greiddir í allt að 120 daga tímabundið vegna mjög alvarlegra veikinda maka.  
Greiðslur skulu ekki nema lægri fjárhæð m.v. starfshlutfall sjóðfélaga en 85% af meðaltali þeirra heildarlauna sem iðgjald hefur verið greitt af á síðustu 6 mánuðum.

Réttur til sjúkrabóta og dagpeninga fyrnist sé þeirra ekki vitjað innan 12 mánaða frá því að réttur til greiðslu þeirra skapaðist.

Ath. Ekki eru greiddir sjúkradagpeningar vegna bótaskyldra slysa og atvinnusjúkdóma, þ.m.t. bifreiðaslysa, þar sem bætur greiðast skv. skaðabótalögum.

Sjá nánar  Reglugerð sjúkrasjóðs

Hægt er sækja um á "Mína síður", senda þarf inn læknisvottorð, vottorð atvinnurekanda, launaseðil og upplýsingar um persónuafslátt /staðgreiðsluyfirlit.