AFL starfsgreinafélag

Aðalfundur Sjómannadeildar 2023

Aðalfundur Sjómannadeildar AFLs verður haldinn að Búðareyri 1, Reyðarfirði kl. 14:00  fimmtudaginn 28. desember 2023.

Dagskrá 

1. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
2. Kjaramál
3. Kosning stjórnar
4. Önnur mál

Boðið verður upp á kaffi og meðlæti á fundinum.

Starfsmannaferð - skert þjónusta

Hluti starfsmanna AFLs fer í starfsmannaferð fimmtudag og föstudag.  Því verður skert þjónusta hjá félaginu.  Skrifstofan á Höfn verður opin svo og skrifstofan á Reyðarfirði og svarað verður í síma 4700 300  þessa daga.  Þeir starfsmenn sem ekki fara ferðina - munu reyna að annast erindum og mögulega verður skrifstofan á Egilstöðum opin annan þessara daga.

 

Ingibjörg Sigurðardóttir - starfsmaður okkar í 27 ár - er látin

kross

Á morgun, þriðjudaginn 28. nóvember, verður útför Ingibjargar Sigurðardóttur, aðalbókara AFLs Starfsgreinafélags og áður Verkalýðsfélags Norðfjarðar.  Ingibjörg lést eftir stutt og snörp veikindi um miðjan mánuðinn.  Hún var við störf nánast fram á síðasta dag - og á meðan hún sótti læknisþjónustu á Sjúkrahúsið á Norðfirði, kom hún á skrifstofuna seinnipartinn og kláraði sín verkefni.

Ingibjörg hóf störf hjá Verkalýðsfélagi Norðfjarðar 1996 en hafði áður verið bókari Kaupfélagsins Fram á Neskaupstað fram að gjaldþroti þess félags. Ingibjörg var einstaklega traustur starfsmaður og samviskusöm í sínum verkefnum.  Hún var Norðfirðingur með stórum staf - og átti sjaldan að eigin sögn - erindi út fyrir fjallahringinn.

Ingibjörg lætur eftir sig dóttir og barnabarn.

Skrifstofur AFLs á Neskaupstað, Reyðarfirði og Egilsstöðum verða lokaðar frá kl. 11 í fyrrmálið vegna útfararinnar.

ingibjörg 

Sjómannasamningar: Árangurslaus fundur

2020 NTV STARFSMIÐAÐ

Samninganefndir Sjómannasambandsins og SSÍ funduðu í dag.  Fundurinn var árangurslaus og miðaði lítt í samkomulagsátt.  Viðræðum var ekki slitið - en ekki hefur verið boðaður annar fundur í deildunni.  Nýafstaðið þing Sjómannasambandsins lýsti trausti á samninganefnd sambandsins og hvatti til að viðræðum væri haldið áfram.  Á þinginu var m.a. rætt hvað hefði aðallega valdið því að samningar í febrúar hefðu verið felldir og nokkur atriði nefnd.  Samninganefnd SSÍ hefur unnið að því að fá úrbætur í þeim efnum.  Meðal þess sem félagsmenn hafa nefnt er lengd samningsins og er unnið að því að stytta samningstíma.  Einnig voru ákvæði um veikindarétt óskýr og hefur verið unnið að því að skýra þau og þá er margumtalað ákvæði 1.39 sem verið hefur í kjarasamningi sjómanna síðustu 20 ár - en menn vilja út nú. Þá er deilt um gamalt ákvæði með að áhöfn ísfiskiskipa annist "yfirísun" afla sem senda á á markað erlendis - en dýrmætur tími fer a löndunarfríi manna í þessa vinnu og nánast enginn afli fer lengur á markað - heldur hefur verið seldur áður beinni sölu.  Því vill SSÍ meina að ákvæðið eigi ekki við lengur.  Aðeins fáar útgerðir láta áhafnir skipa ennþá standa í þessu - en það strandar á þeim að gefa þetta ákvæði eftir og leyfa mönnum að njóta hafnarfría.

Kjarasamningarnir í febrúar voru felldir með 67% atkvæða en kjörsókn var rétt innan við 50%.

Á næstu dögum og vikum munu forystumenn sjómannafélaga ráðgast við bakland sitt og væntanlega verða síðan teknar ákvarðanir um aðgerðir öðru hvoru megin við áramót - ef ekki þokast í samningaátt fyrr. 

33. þing Sjómannasambandsins lýsir yfir stuðningi við samninganefnd

batar reydarf

Á nýyfirstöðnu þingi Sjómannasambandsins var lýst yfir stuðningu við samninganefnd sambandsins og hvatti til áframhaldandi viðræðna með það að markmiði að klára samningagerð sem fyrst.

Boðað hefur verið til samningafundar á morgun, þriðjudag 21.11.2023.

Á þinginu fór fram hreinskiptin umræða um kjarasamninginn sem felldur var í febrúar síðastliðinn og hvaða atriði í honum réðu því að hann var felldur.  Það sem helst var rætt voru atriði sem komið hafa fram áður - s.s. lengd samningsins, lækkun skiptaprósentu v. aukinnar lífeyrisréttinda og svokölluð grein 1.39

Þing Sjómannasambandsins fór vel fram og voru ályktanir þess samþykktar samhljóða án mótatkvæða.