AFL starfsgreinafélag

Dómur Vatnajökulsþjóðgarður

Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt í máli félagsmanns sem starfaði sem landvörður í Lónsöræfum og staðfestir dómurinn túlkum félagsins á rétti starfsmanns sem starfar fjarri starfstöð í byggð eigi rétt til fjarvistaruppbótar. Ekki hafði tekist að leysa málið í samstarfsnefnd samningsaðila og því var málinu vísað til dómstóla. sjá dóminn í heild

Persónuálag vegna náms

Að viðurkennt verði að félagsmenn hafi átt rétt til greiðslu persónuálags sem nemur 4% úr hendi stefnda Fjarðabyggðar frá upphaif ráðningar þeirra. Sjá Dóminn hér

Dómur Kleifar

Stefndi, Kleifar ehf., greiði stefnanda, Björgvini Ragnari Einarssyni, 4.416.452 krónur, með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, af 554.649 krónum frá 1. ágúst 2013 til 1. september 2013, þá af 1.213.704 krónum frá þeim degi til 1. nóvember 2013 og loks af 4.416.452 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Allt að frádregnum 1.187.918 krónum frá 10. apríl 2015.

Stefnandi á sjóveðrétt í bátnum Auði Vésteins SU-88, skipaskrárnúmer 2708, til tryggingar öllum tildæmdum fjárhæðum.

Stefndi greiði stefnanda 450.000 krónur í málskostnað.

Hildur Briem

Sjá dóminn í heild sinni

Hof 1 Hótel

Krafist var leiðréttingar launa vegna vinnu í þágu Hof 1 Hótel sumarið 2012.

Málsatvik eru þau að stefnandi, sem er þýskur ríkisborgari, réðst fyrst til starfa hjá hinu stefnda einkahlutafélagi sumarið 2011 og starfaði á hóteli í Öræfasveit á þess vegum. lágmarklaun voru sögð 179.500 kr.  á mánuði fyrir 40 stunda viku, auk orlofs. Stefnandi réðst aftur til starfa hjá stefnda sumarið 2012. Eiga kröfur hennar í máli þessu rót að rekja til þess tímabils . Meginágreiningur var þar sem hún vann fyrrihluta dags og var ekki að vinna um miðbik en byrjaði aftur að vinna seinnihluta dags og vann fram á kvöld hvort greiða ætti þennan tíma sem samfellu sjá dóminn