Mikilvægur dómur fyrir smábátasjómenn
Óheimilt er að draga olíukostnað frá aflverðmæti til skipta á smábátum. AFL Starfsgreinafélag stefndi, fyrir hönd félagsmanns útgerð á Stöðvarfirði vegna vanreiknaðra launa, en við uppgjör var stuðst við skiptaprósentu skv. kjarasamningi SSÍ við Landssamband smábátaeigenda - en kostnaður skv. kjarasamningi SSÍ við LÍÚ dreginn frá aflverðmæti. Í kjarasamningi SSÍ við LS kemur skýrt fram að skipta eigi úr heildarverðmæti aflans og staðfesti dómurinn það. Þetta er því mikilvægur varðandi réttarstöðu smábátasjómanna. Sjá dóminn í heild