AFL starfsgreinafélag

Mikilvægur dómur fyrir smábátasjómenn

Óheimilt er að draga olíukostnað frá aflverðmæti til skipta á smábátum.  AFL Starfsgreinafélag stefndi, fyrir hönd félagsmanns útgerð á Stöðvarfirði vegna vanreiknaðra launa, en við uppgjör var stuðst við skiptaprósentu skv. kjarasamningi SSÍ við Landssamband smábátaeigenda - en kostnaður skv. kjarasamningi SSÍ við LÍÚ dreginn frá aflverðmæti.  Í kjarasamningi SSÍ við LS kemur skýrt fram að skipta eigi úr heildarverðmæti aflans og staðfesti dómurinn það.  Þetta er því mikilvægur varðandi réttarstöðu smábátasjómanna. Sjá dóminn í heild

Lesa meira

Greitt skal fyrir aukna starfsskyldur

Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í dómi frá 3.11 sl. (HRD 390/2010) að atvinnurekanda, sem hyggst auka við starfsskyldur starfsmanns, beri annað af
tvennu að gera það með því að eiga frumkvæði að breytingum á ráðningarsamningi eða tilkynna það skriflega eins og kjarasamningar áskilja. Þar sem hann gerði hvorugt öðlaðist starfsmaðurinn rétt til aukagreiðslna vegna hinna nýju starfsskyldna. Í málinu var einnig deilt um það hvort starfsmaðurinn ætti rétt á
greiðslu bifreiðastyrks á uppsagnarfresti þar sem ekki var krafist vinnuframlags hans og komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að svo væri. Sjá dóminn

Verkfall í fiskimjöls- verksmiðju

Dómsorð: Verkfall stefnanda, AFLs Starfsgreinafélags, sem boðað var með bréfi, dagsettu 26. janúar 2011, til stefnanda, Samtaka atvinnulífsins, vegna starfsmanna í fiskimjölsverksmiðjum og hefjast skal fyrst kl. 00:30, hinn 7. febrúar 2011, er ólögmætt.

Stefnandi, Alþýðusamband Íslands fyrir hönd Starfsgreinasambands Íslands vegna AFLs Starfsgreinafélegs, greiði stefnanda, Samtökum atvinnulífsins, 175.000 krónur í málskostnað. Sjá dóminn

Dómur Trölli

Stefnandi krefst þess að hið stefnda einkahlutafélag verði dæmt til að greiða stefnanda vangreidd laun Sjá Dóminn

Forgangur til starfa Norðurál

Réttargæslustefndi er stéttarfélag sem gerir kjarasamninga fyrir sína félagsmenn við stefnda um sömu störf og stefnandi.  Stefndi er bundinn í kjarasamningi að forgangsrétti félagsmanna réttargæslustefnda til starfa, en í gr. 4.02.1 segir að félagið skuldbindi sig til að láta þá sem eru fullgildir félagsmenn í hlutaðeigandi verkalýðsfélögum og samböndum hafa forgangsrétt til ráðningar til þeirra starfa, sem um ræðir í 1. kafla samningsins, enda séu þeir hæfir til þess starfs, sem um er að ræða og hafi tilskilin réttindi þar sem þeirra er krafist.  Vegna þessa forgangsréttarákvæðis er stefndi í raun bundinn af því að viðurkenna aðeins eitt stéttarfélag í hverri starfsgrein á viðkomandi félagssvæði, sbr. og C-lið í umræddu samkomulagi frá 18. nóvember 1997 um meginreglur varðandi gerð kjarasamninga. sjá dóminn

Lesa meira