AFL starfsgreinafélag

Þetta er byrjunin

thumb_limmidi_1Höfundur: Valborg

Verjum kjörin og tökum þátt í átakinu Vertu á verði. Láttu vita þegar verðið hækkar eða lækkar. Stöndum saman og rjúfum vítahring verðbólgunnar. Sjá meira á vef átaksins: www.vertuaverdi.is

Aðildarfélög ASÍ standa nú fyrir átaki til að sporna gegn óeðlilegum verðhækkunum sem allir landsmenn verða fyrir barðinu á um þessar mundir. Landsmenn eru hvattir til að láta vita af óeðlilegum verðhækkunum með því að senda inn farsímamyndir eða skilaboð á vefinn, vertuáverði.is. Sömuleiðis er hægt að láta vita af því sem vel er gert og vekja athygli á verðlækkunum. Markmiðið með átakinu er tvíþætt: Annars vegar að veita verslunar- og þjónustuaðilum aðhald, hvetja þá til að sýna ábyrgð og stöðva verðhækkanir. Hins vegar að að brýna fyrir almenningi að vera á verði og fylgjast vel með þróun verðlags. Okkur finnst öllum komið nóg af verðhækkunum. Við þurfum að standa saman og rjúfa vítahring verðbólgunnar.

Lykilatriði Kjarasamninganna

Almenn launahækkun
Hinn 1. janúar 2014 skulu laun hækka um 2,8%, þó að lágmarki kr. 8.000 á mánuði fyrir dagvinnu miðað við fullt starf. Aðrir kjaratengdir liðir hækka um 2,8% á sama tíma.
Sérstök hækkun kauptaxta
Í stað áðurgildandi kauptaxta komi nýir sem eru hluti samninga viðkomandi aðildarsamtaka ASÍ. Launataxtar undir 230.000 kr. á mánuði hækka sérstaklega um 1.750 kr. hjá verslunarmönnum, hjá verkamönnum 1.665 - 2.107 kr.
Kauptaxtar gilda frá 1. janúar 2014.
Lágmarkstekjur fyrir fullt starf skv. kjarasamningum viðkomandi aðildarsamtaka ASÍ skulu vera kr. 214.000 frá 1. janúar 2014 fyrir starfsmenn 18 ára og eldri sem starfað hafa fjóra mánuði samfellt hjá sama fyrirtæki.
Desember- og orlofsuppbót
Desemberuppbót  miðað við fullt starf er á árinu 2014 kr. 53.600 (VR/LÍV 60.900).
Orlofsuppbót (1.maí til 30. apríl) miðað við fullt starf er á árinu 2014 kr. 29.500 (VR/LÍV 22.200).
Framlög til fræðslu- og starfsmenntasjóða hækka um 0,1%.
Helstu ávinningar samningsins
- Almenn launahækkun.
- Sérstök áhersla á hækkun lægstu launa.
- Aukið fjármagn og kraftur settur í starfsmenntamál.
- Efri mörk í lægsta þrepi tekjuskatts hækka úr 256.000 kr. í 290.000 kr. Skatthlutfall í miðþrepi lækkar úr 25,8% í 25,3%.
- Stærstu sveitarfélög landsins hafa tekið áskorun verkalýðshreyfingarinnar og hækka ekki gjaldskrár sínar um áramót.
- Gjaldskrárhækkanir ríkisins verða ekki meiri en 2,5% á ári, ríkisstjórnin mun endurskoða breytingar á gjöldum sem þegar hafa verið samþykktar.
- Unnið verði að því að við framkvæmd kjarasamninga verði miðað við umfrang umsaminna launahækkana ásamt samningsbundnum starfsaldurshækkunum og starfsþróunar þannig að hún samrýmist verðbólgumarkmiðum Seðlabanka Íslands.
- Ráðist verður í markvissar aðgerðir til stuðnings kaupmætti.
- Samstilltar aðgerðir samningsaðila til að halda verðbólgu innan 2,5% markmiðs Seðlabanka Íslands

Vinnumarkaður í uppnámi

Verkalýðshreyfingin klofin í herðar niður  - verkfallsátök í miðjum sveitarstjórnarkosningum

Úrslit kosninga um kjarasamninga í liðinni viku eru sennilega afdrifaríkasti atburður síðustu missera og tómlæti fjölmiðla um framhaldið og þá stöðu sem nú er á vinnumarkaði verður ekki skilið öðruvísi en að fjölmiðlafólk sé enn ekki farið að átta sig á því upplausnarástandi sem nú ríkir.

Með því að samningar voru samþykktir í einhverjum félaga stóru sambandanna eru þau sambönd og Alþýðusambandsins þar með komin með kjarasamning og geta ekki tekið við samningsumboðum til að gera „betri kjarasamning“ .  Með því að fara í forystu við gerð „meiri kjarasamninga“ væru þessi sömu sambönd þar með búin að glata trúverðugleika bæði gagnvart viðsemjendum en ekki síður gagnvart þeim félögum sem samþykktu samningana. Ekki  er víst að allir formenn sem töluðu fyrir því að fella samninga hafi átt von á því að þeir féllu og félögin væru síðan eins síns liðs í baráttunni.

Lesa meira