Fréttabréf tbl.1 - 2016
Nýr kjarasamningur var samþykktur í liðinni viku sem tryggir félagsmönnum sem starfa á almenna markaðnum 6,2% aftur- virka launahækkun frá áramótum, þó að lámarki 15.000 krónur. Eldri samningur gerði ráð fyrir 5,5% launaþróunartryggingu og hækkun taxta að lámarki 15.000 krónur frá 1. maí nk.
Samningurinn tryggir jafnframt viðbætur við áður umsamdar hækkanir áranna 2017 og 2018.
Samningurinn nær ekki til þeirra félagsmanna sem starfa eftir sér- samningum félagsins, sjómanna, né þeirra sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum. Með samningnum náðist jafn- framt fram krafan um jöfnun lífeyrisréttinda sem lengi hefur verið á borðinu. Þetta er því fyrsta skrefið í átt að jöfnun lífeyrisréttinda milli almanna markaðarins og þess op- inbera. Mótframlag atvinnurekenda hækkar í áföngum úr 8% í 11,5% á árunum 2016-2018 og kemur fyrsti áfangi til framkvæmda í júlí á þessu ári, um 0,5%, og 1,5% í júlí 2017 og 1,5% í júlí 2018. Þetta þýðir að þeir launamenn sem eru að hefja starfsævina geta vænst þess að þeim verði tryggð 76% af meðaltali ævi- tekna úr lífeyrissjóði í stað þeirra 56% sem tryggð hafa verið fram til þessa. Örorkubætur og barna- og fjölskyldulífeyrir hækka í sama hlutfalli eða um 36%.
Fram undan eru viðræður við þá vinnuveitendur sem eru með sér- samninga við félagið.
Eru sjómenn á leið í verkfall?
– samningar kolfelldir
– strandaði m.a. á fæðispeningum
Í ljós kemur á næstu dögum hvort boðað verði til atkvæðagreiðsla um allsherjarverkföll sjómanna með haustinu eftir að sjómenn kolfelldu nýgerða kjarasamninga. Samninganefnd sjómanna mun funda í vikunni og hitta útgerðarmenn í fyrsta sinn eftir að samningar voru felldir.
Lítill árangur í baráttu sjómanna fyrir því að fá bættan sjómannaafslátt, sem felldur var niður í áföngum í tíð fyrri ríkisstjórnar, var ein helsta ástæða þess að nýgerðir kjarasamningar Sjómannasambands Íslands voru felldir. 66% þeirra sem greiddu atkvæði í sameiginlegri atkvæðagreiðslu sjómannafélaga innan ASÍ sögðu nei við nýja samningnum. Um 38% kjörsókn var í atkvæðagreiðslunni.
Vilja ekki rugga bátnum
Sjómenn kröfðust þess að fá niðurfellingu sjómannaafsláttar bætta frá útgerðunum enda var sjómannaafsláttur upphaflega settur á til að auðvelda útgerðum að ná kjarasamningum þegar hagur útgerðarinnar var bágur.
Útgerðarmenn neituðu að koma til móts við samningamenn sjómanna hvað þetta varðar en fjármálaráðuneytið bauð að 500 kr. yrðu skattfrjálsar af fæðispeningum hvers dags.
Í dag eru fæðispeningar um 1.700 kr. á hvern dag á sjó og í samtali við stjórnvöld fóru sjómenn fram á að fæðispeningarnir yrðu allir skattfrjálsir en fengu ofangreint tilboð í staðinn.
Ennfremur er verulegur ágreiningur um fiskverðsákvarðanir, sérstaklega í uppsjávarfiski, en í praksís eru útgerðir nánast sjálfráða um hvaða fiskverð þær greiða fyrir uppsjávarafla. Samkvæmt reglum þurfa útgerðir að gera samning við sjómenn fyrir hverja vertíð, en þar sem góður hlutur hefur verið á sjó síðustu ár, telja einstaka áhafnir sig ekki vera í góðri stöðu til að semja því fáir vilji fórna plássinu með því að standa uppi í hárinu á útgerðarmönnum.
Verkföll í haust?
Að sögn samningamanna sjómanna var einnig áberandi á kynningarfundum að sjómenn töldu sig eiga að fá kauphækkun eins og aðrir í samfélaginu en kjör sjómanna hafa rýrnað síðustu misseri með hækkandi gengi krónunnar, gengisfalli sterlingspundsins og svo með lokun markaða í m.a. Rússlandi. Þannig hefur skiptaverð uppsjávarafla víðast haldist nánast óbreytt síðustu þrjú ár á meðan aðrir hópar launafólks hafa sótt kjarabætur í kjarasamningum.
Þá var gerð bókun varðandi fækkun í áhöfnum fiskiskipa – þess efnis að ráðist yrði í umfangsmikla rannsókn á hvíldartíma sjómanna en sjómannasamtökin hafa haldið því fram að með fækkun í áhöfnum sé öryggi og velferð sjómanna stefnt í hættu enda sé vökutími kominn fram úr hófi.
Forystumenn sjómanna sem kynntu samningana á fundum segjast hafa orðið varir við mikla óánægju sjómanna með kjör sín og þá sérstaklega varðandi fiskverð. Þó telja menn að ef betri árangur hefði náðst varðandi fæðispeninga og skattfríðindi af þeim hefði það mögulega getað ráðið úrslitum. Það hefði getað þýtt skattaafslátt upp á ca. 20.000 kr. á mánuði að meðaltali.
Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar sýna að sjómenn eru tilbúnir að fylgja kröfum sínum eftir með vinnustöðvum verði ekki gengið að þeirra helstu kröfum, en samningar hafa nú verið lausir í rúm 5 og hálft ár
Ef til verkfallsátaka kemur er ljóst að verkföll geta ekki hafist fyrr en í lok október eða í nóvember, eða í kringum kosningar og stjórnarmyndunarviðræður, þar sem allt að 8 vikna ferli er frá því að farið er í atkvæðagreiðslur um verkfallsboðun og þar til verkfall skellur á. Atkvæðagreiðslur um verkfallsboðun yrðu í hverju félagi fyrir sig en ekki sameiginlega með öllum sjómannafélögum þannig að til þess gæti komið að verkfallsboðun yrði samþykkt hjá einstaka félögum en felld hjá öðrum.
Sjá fréttabréfið í heild á Pdf það sem einnig er fjallað um:
Vinnustaðaeftirlit félagsins skilar árangri!
Að nýta sér vankunnáttu. Tökum flest mál! og Engir sjálfboðaliðar!
Hvað segja félagsmenn um íbúðirnar?
Vefbúð AFLs