Gengið hefur verið frá kjarasamningi milli Starfsgreinasambandsins og fjármálaráðuneytisins fyrir hönd þeirra félagsmanna sem starfa hjá ríkinu.
Samningstíminn er frá 1. mars 2014 – 30. apríl 2015.
Kynningarfundir verða í næstu viku og í framhaldi af því fer hann í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna sem eftir honum starfa. sjá samning hér
Vefflugan er vefréttablaði sem Landssamtök lífeyrissjóða hafa gefið út og kynntu nýverið. Í því er hægt að finna ýmislegt gagnlegt um starfsemi lífeyrissjóða sem og fróðleik um lífeyrismál almennt. Smellið hér til að skoða fyrstu útgáfu af Vefflugunni. Í fréttabréfinu er Lýfeyrisgáttin kynnt sem er öflugt tæki fyrir sjóðfélaga til að afla upplýsinga um áunnin lífeyrisréttindi sín í öllum samtryggingarsjóðum landsins. Upplýsingar um réttindi koma fram á yfirlitum til sjóðfélaga en margir eiga réttindi mun víðar en þar kemur fram. Til að skoða sín réttindi er farið á http://lifeyrisgatt.is/
Félagsmanni AFLs Starfsgreinafélags fékk umtalsverðan „launaauka“ með dómi Héraðsdóms Austurlands sem kveðinn var upp í gær. AFL Starfsgreinafélag höfðaði málið fyrir hönd félagsmannsins sem ráðin var á hótel á félagssvæðinu í fyrrasumar og vann á „tvískiptum“ vöktum – þ.e. hluta vinnudagsins að morgni og hluta seinnipart dagsins.
Starfsgreinasamband Íslands og Landssamband Smábátaeigenda hafa undirritað nýjan kjarasamning vegna starfsmanna sem vinna við uppstokkun eða beitningu í landi. Samningurinn gildir jafnframt fyrir starfsmenn sem starfa við netavinnu.
Aðalatriði samningsins er hækkun kauptryggingar í 236.095 krónur og eingreiðsla uppá 14.600 krónur til þeirra sem voru í fullu starfi í janúar 2014. Desember- og orlofsuppbætur hækka um samtals 32.300 krónur líkt og í aðalkjarasamningi SGS og SA. Orlofsrétturinn var töluvert styrktur þar sem fólk sem starfað hefur við beitningu eða netafellingu í 10 ár fær nú 30 daga orlofsrétt, en áður var sá réttur bundinn við að starfa hjá sama fyrirtæki í 10 ár. Réttur til að fá hlífðarfatnað var einnig styrktur og er nú tekið fram í samningnum að atvinnurekandi skuli leggja til svuntu, viðeigandi vettlinga, stígvél, buxur og slopp. Hlutfall af greiðslu fyrir uppstokkun á bjóða var lækkað úr 82% í 74%. Hægt er að kynna sér samninginn í heild hér.
Myndasamkeppni AFLs er orðinn árlegur viðburður, líkt og oft áður prýðir vinningsmynd fyrra árs forsíðu orlofsbæklings. Hér má sjá Ingibjörgu Sigðurðardóttur starfsmanns AFLs á Neskaupstað afhenda Helgu Ingibjörgu Gunnarsdóttur verðlaun fyrir myndasamkeppni 2013.