AFL starfsgreinafélag

Konur taka af skarið !

KonurSkarið

Viltu láta til þín taka og hafa áhrif á verkalýðsbaráttuna og samfélagið?

Laugardaginn 2. mars kl. 11:00 til 17:00 í sal AFLs Starfsgreinafélags, Miðvangi 2-4 Egilsstöðum.

Námskeiðið er opið öllum konum sem eru félagar í Starfsgreinasambandi Íslands eða í starfsmannafélögum sveitafélaganna, þeim að kostnaðarlausu. Skráning skal berast í síðasta lagi föstudaginn 9. nóvember á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 461 4006.

Dagskrá:

  • Að bjóða kynjakerfinu birginn
  • Staða verkalýðsbaráttunnar í dag
  • Uppbygging verkalýðsfélaganna
  • Leiðtogaþjálfun
  • Að hafa áhrif og koma sínu á framfæri
  • Að starfa í verkalýðshreyfingunni

Ölfusborgir tvö ný hús

Olfusborgir

AFL Starfsgreinafélag hefur fest kaup á tveim húsum í Ölfusborgum, húsum nr. 14 og 15. Þau koma til notkunar fyrir félagsmenn frá og með 1. mars 2018 á sama hátt og hús félagsins á Einarsstöðum, Illugastöðum og í Klifabotni þ.e.s.a almenn leiga, af vef félagsins "Bóka orlofseign" fyrir utan úthlutunartímabil sem er um páska frá 28. mars til 4. apríl og sumarmánuðina frá 1. júní til 24. ágúst, en þá þarf að sækja um fyrir auglýsta tíma á þar til gerðu umsóknareyðublaði. Hægt er að sækja um Ölfusborgir fyrir þessa páska, með símtali á skrifstofu félagsins eða á eyðublaði sjá hér

Verkbann í verksmiðju ALCOA í Bécancour í Kanada

AluminiumWorkersYfir þúsund starfsmenn læstir úti.  Mynd: USW

Um eitt þúsund starfsmenn í álveri ALCOA í Bécancour í Quebec í Kanada hafa verið í verkbanni frá 11.  janúar sl.  Verkalýðsfélag starfsmanna, Local 9700 í United Steel Workers, hafði átt við í viðræðum við fyrirtækið sem er 75% í eigu ALCOA og 25% í Rio Tinto, um kjarasamning.  Félagið vildi ekki fallast á kröfur fyrirtækisins sem sneru m.a. að breytingum á starfsaldurstengdum réttindum og lífeyrisrétti starfsmanna.  Fyrirmælin um verkbannið komu beint frá höfuðstöðvum fyrirtækisins og forstjóri verksmiðjunnar segist ekki hafa umboð til að ganga til samninga við verkalýðsfélagið.

Fyrirtækið hafði hafið þvingunaraðgerðir áður en samningafundir hófust og var byrjað að slökkva á kerjum. Skv. frétt á heimasíðu Industry All Global, gætu aðgerðir fyrirtækisins verið í því skyni að þvinga stjórnvöld til að lækka verð á raforku eða jafnvel til að draga úr umframbirgðum á áli og þrýsta á verðhækkun þannig.  Formaður Local 9700, Clément Masse, spyr: "Af hverju búa menn til vinnudeilu sem mun þegar upp verður staðið kosta miklu meira en allar kröfur sem verkalýðsfélagið hefur lagt fram. Það er eitthvað gruggugt hér. Fjárfestar ættu að krefja fyrirtækið um svör," sagði Masse.

Stjórn AFLs fjallaði um málið á stjórnarfundi sínum sl. þriðjudag og fól framkvæmdastjóra félagsins að skrifa aðalforstjóra ALCOA bréf (sjá hér) og hvetja hann til að aflétta verkbanni og ganga til samninga við Local 9700.

Sjá heimasíðu indust

Sjóðfélagalán Stapa lífeyrissjóðs.

stapi 

Nú býðst sjóðfélögum í Stapa að taka verðtryggð lán gegn veði í fasteign hjá sjóðnum.  Í boði eru lán með breytilegum eða föstum vöxtum. Breytilegir vextir eru nú 3,11% en fastir 3,6%. Hámarkslánshlutfall er 75% af verðmæti íbúðarhúsnæðis. Meta þarf greiðslugetu og lánshæfi umsækjenda.
Sjóðfélagalán eru aðeins veitt gegn veði í íbúðar- eða frístundahúsnæði í eigu lántaka sem staðsett er á Íslandi.  Lánstími sjóðfélagalána með veði í íbúðarhúsnæði er að lágmarki 5 ár og að hámarki 40 ár. Með þessum valkosti bjóðast sjóðfélögum mun betri lánakjör heldur en hjá viðskiptabönkunum. Nánar á http://stapi.is

Vopnafjörður

Frá fundinum með félagsmönnum AFLS sem vinna hjá Vopnafjarðahrepp, fundurinn var haldinn vegna mistaka hreppsins við greiðslu mótframlags í lífeyrissjóð.

Vopnafj