Í úthverfi Torrevieja í u.þ.b. 30 mín. akstursfjarlægð frá Alicante. Í íbúðini eru 3 svefnherbergi og rúm fyrir 8 manns.
Leigðar eru 2 vikur í senn og er leigan óbreytt frá fyrra ári eða kr. 54.000 fyfir tímabilið, fyfir félagsmenn. Tímabilin skiptast í tvo hluta, fyrstur kemur fyrstur fær og hefðbundin úthlutun.
Umsóknarfrestur vegna páskaúthlutunar orlofshúsa félagsins á Einarsstöðum, Illugastöðum og Klifabotni í Lóni er til kl. 16:00 þann 28. febrúar, úthlutun fer fram þann 5. mars kl. 17:00. Umsóknareyðublað
– Stöndum saman og rjúfum vítahring verðbólgunnar AFL Starfsgreinafélag og önnur stéttarfélög innan ASÍ hefja í dag átak gegn verðhækkunum undir yfirskriftinni – Vertu á verði. Almenningur og atvinnulífið eru hvött til að taka höndum saman og rjúfa vítahring verðbólgunnar. Átakinu er ætlað að veita fyrirtækjum og stofnunum aðhald í verðlagsmálum og vekja neytendur til aukinnar vitundar. Sendu ábendingar um verðhækkanir á – http://www.vertuaverdi.is/ Á heimasíðu átaksins geta allir sent inn ábendingar um verðhækkanir á fljótlegan og einfaldan hátt. Þannig getum við sameiginlega skapað mikilvægt aðhald, meðvitund og umræðu um verðlagsmál.
Frá 1. júní 2012 tók AFL Starfsgreinafélag yfir þjónustu við þá atvinnuleitendur á Austurlandi sem eru félagsmenn í aðildarfélögum ASÍ.
Nokkur stéttarfélög á Austurlandi, á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, eru aðilar að þriggja ára tilraunaverkefni sem tekur við hlutverki vinnumiðlunar og vinnumarkaðsúrræða af Vinnumálastofnun fyrir félagsmenn þeirra sem eru atvinnuleitendur. Tilraunaverkefnið er skipulagt af Starf-vinnumiðlun og ráðgjöf (STARF), sem er félag sem Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins stofnsettu til að halda utan um verkefnið og annast faglega stýringu þess. Sérstakir atvinnuráðgjafar á vegum STARF hafa verið ráðnir af stéttarfélögunum til að annast þjónustuna.