AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Átak í nýráðningum atvinnuleitenda.

thumb_lidsstLiðsstyrkur er átaksverkefni Samtaka atvinnulífsins, stéttarfélaga, sveitarfélaga og ríkisins. Markmið verkefnisins er að auðvelda atvinnurekendum nýráðningar á einstaklingum sem hafa verið lengi án vinnu með niðurgreiðslu á stofnkostnaði nýrra starfa. Með því skapast ný tækifæri bæði fyrir atvinnulífið og þá einstaklinga sem í hlut eiga sem með þessu fá tækifæri til innkomu á vinnumarkað að nýju. Ráðningarferlið er einfalt og skilyrði fyrir styrkveitingu skýr. Nánari upplýsingar á Lidsstyrkur.is Einnig geta áhugasamir haft samband við Karen eða Erlu hjá AFLi í síma 4700300

Lesa meira

Kjarasamningum ekki sagt upp.

Undirritað var á mánudaginn samkomulag milli ASÍ og SA um endurskoðun kjarasamninga. Það felur í sér að samningstíminn verður styttur um tvo mánuði og renna því gildandi samningar út í lok nóvember á þessu ári. Samningurinn heldur gildi sínu og launahækkun upp á 11.000 krónur til taxtavinnufólks og 3,25% til yfirborgaðra hópa koma því til framkvæmda þann 1. febrúar nk.
Önnur ákvæði í samkomulaginu er mótun atvinnustefnu, mótun stefnu í gengis og verðlagsmálum og aukin framlög atvinnurekenda i starfsmenntasjóði. Þetta gildir fyrir félagmenn sem starfa á almenna markaðnum, verkafólk, iðnaðarmenn og verslunarmenn.

Ekki hefur verið samið um styttingu á samningstíma þeirra sem starfa hjá Ríkinu né hjá sveitarfélögunum.

Lesa meira

AFL varar við löngum samningi

Samninganefnd AFLs Starfsgreinafélags telur að þrátt fyrir að forsendur almenns kjarasamnings félagsins við SA séu brostnar í veigamiklum atriðum, sé ekki staða til að segja upp samningum að sinni. Félagið varar við því að gerðir verði kjarasamningar til lengri tíma - með endurskoðunarákvæðum - í ljósi reynslu af yfirstandandi samningstímabili.

Um 40 fulltrúar samninganefndarinnar mættu til fundar í húsnæði félagsins að Búðareyri 1 á Reyðarfirði í gærkvöld og samþykkti eftirfarandi ályktun:

Lesa meira

Viðhorf félagsmanna kannað

Capacent Gallup framkvæmdi í nóvember umfangsmikla viðhorfskönnun meðal félagsmanna AFLs Starfsgreinafélags líkt og gert var 2011. Könnunin var gerð í samvinnu við Einingu Iðju á Akureyri og er í stórum dráttum byggð á svipuðum grunni og Flóabandalagsfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa látið vinna síðustu ár.

Lesa meira

Fyrirlestrar um staðbundið veðurfar

Dagana 11. og 12. janúar mun Austurbrú standa fyrir erindum um staðbundið veðurfar á Austurlandi. Fyrirlesari er Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, en hann hefur heimsótt bæi og þorp víða um land og rætt við heimamenn um hinar stóru breytur sem áhrif hafa á staðbundið veðurfar

Lesa meira

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi