AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Aðalfundur iðnaðarmannadeildar AFLs

 Verður haldinn fimmtudaginn 24. mars kl. 17:00 að Búðareyri 1, Reyðarfirði.

 Dagskrá

  1. Kjaramál
  2. Skýrsla stjórnar um liðið starfsár
  3. Kjör stjórnar deildarinnar
  4. Önnur mál

Boðið verður upp á fjarfund fyrir þá sem þess óska, tilkynna þarf þátttöku í síðasta lagi fyrir kl.16:00 fundardag. Sendist á aThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Stjórn iðnaðarmannadeildar AFLs

Vinnuslys, óhöpp og "næstum slys"

Vinnuslys

Það er enn hægt að skrá sig á námskeið um vinnuslys hjá Vinnuverndarnámskeið ehf.

Námskeiðið verður 21. mars, klukkan 13:00 til 15:00 á Teams. 

Farið verður yfir nokkrar skilgreiningar á vinnuslysum. Hvað er vinnuslys, óhapp og næstum slys? Er skylda að skrá og tilkynna öll vinnuslys til Vinnueftirlitsins? Hverjar eru algengustu orsakir vinnuslysa? Hvaða forvörnum er vænlegast að beita til að koma í veg fyrir vinnuslys. Settar verða fram skilgreiningar á þremur stigum forvarna vegna vinnuslysa. Hugmyndafræði Safety I og II er kynnt. Þátttakendur greina myndir og myndbönd af raunverulegum vinnuslysum. Að lokum er fjallað stuttlega um tölfræði vinnuslysa.

Námskeiðið byggist upp af fyrirlestrum og sýndur er fjöldi mynda og myndbanda.

Verð 16.900 kr. á mann, gefinn er afsláttur fyrir hópa.

Skráning og nánari upplýsingar: https://vinnuverndarnamskeid.is/index.php/vinnuslys/

Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar auglýsir eftir umsóknum 2022

Minningars EdvardsSigurdssonar

Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar auglýsir eftir umsóknum. Sjóðurinn veitir styrki til rannsókna og útgáfu verkefna sem varða sérstaklega íslenskan vinnumarkað, hagsmuni launafólks og starfsemi verkalýðshreyfingarinnar.

Hámarksfjárhæð einstakra styrkja er 1 milljón króna. Umsóknir um styrkinn þurfa að berast fyrir 15. apríl en úthlutað er úr sjóðnum 1. maí ár hvert.

Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar var stofnaður árið 1983 til minningar um Eðvarð Sigurðsson, formann Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Sjóðurinn er í umsjá Alþýðusambands Íslands. Um sjóðinn gildir sérstök reglugerð.

Stjórn Minningarsjóðs Eðvarðs Sigurðssonar skipa:
Drífa Snædal forseti ASÍ, Grétar Þorsteinsson fyrrverandi forseti ASÍ og Agnieszka Ewa Ziółkowska, formaður Eflingar–stéttarfélags.

Minningarsjóðurinn veitir styrki til rannsókna og útgáfu verkefna sem varða sérstaklega íslenskan vinnumarkað, hagsmuni launafólks og starfsemi verkalýðshreyfingarinnar. Ef um lokaverkefni í námi er að ræða skal það a.m.k. vera á meistarastigi. Hámarksfjárhæð er kr. 1.000.000.

Styrkurinn er veittur einu sinni á ári. Umsóknir um styrkinn þurfa að berast fyrir 15. apríl. Styrknum er úthlutað 1. maí ár hvert.

Umsóknareyðublað

Félagsmenn frá Úkraínu / Members of Ukranian descent

Flag Pins Iceland Ukraine

 

AFL Starfsgreinafélag sendi félagsmönnum með Úkraínskt ríkisfang eftirfarandi skilaboð í morgun. :

"Frá stjórn og starfsfólki AFLs Starfsgreinafélags: Ágætu Úkraínsku félagsmenn - hugur okkar og félagsmanna er hjá íbúum Úkraínu. Við fordæmum þessa hræðilegu innrás í landið ykkar og getum lítið annað en fylgst með fréttum og harmað það sem er að gerast. Við vonum að Ísland geti stutt við landið ykkar á þessum hörmungartímum. Berið ættingjum ykkar og vinum í Úkraínu kveðju frá íslensku launafólki."

 

AFL Starfsgreinafélag sent our members of Ukrainian nationality the following message this morning: "From the staff and leadership of AFL Starfsgreinafélag. Dear Ukrainian members of AFL. Our thoughts are with your country at this trying moment. We condemn this invasion of your country but can´t do much more than watching the news with horror. Please convey to your family and friends in Ukraine that the common people of Iceland are heartbroken over the war that is taking place. We hope that the Icelandic government will do everything in it´s power to assist your people."

Opnað fyrir umsóknir í orlofshús í sumar

Orlof 2022

 

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um sumarhús AFLs í sumar.  Alls er félagið með 24 hús víðsvegar um land. flest húsanna eru á Einarsstöðum á Völlum eða 10 hús, þrjú hús eru í Minniborgum í Grímsnesi, 3 hús í Ölfusborgum í Ölfusi og tvö hús á Illugastöðum í Fnjóskadal. Þá eru hús í Klifabotni í Lóni, Brekkuskógi í Bláskógabyggð, Birkihlíð í Ölfusi, Svignaskarði í Borgarfirði, Þurranes í Dalabyggð og Glaðheimum við Blönduós.

Umsóknarfrestur er til 12. apríl á hádegi en úthlutað verður eftir hádegi þann dag á opnum fundi sem haldinn verður í húsnæði félagsins að Búðareyri 1, Reyðarfirði og hefst kl. 17:30.

Við úthlutun eru þeir í forgangi sem ekki hafa fengið úthlutað síðustu þrjú ár og er dregið á milli jafnrétthárra umsókna. Þeir sem ekki fá úthlutað fá númer á biðlista í samræmi við útdráttinn.  Eindagi staðfestingagjalds er 20. apríl og verður þá strax endurúthlutað þeim húsum sem ekki var greitt fyrir.  Eindagi lokagreiðslu er 12. maí.  Staðfestingagjald er kr. 5.000 og er það ekki endurgreitt þó fallið sé frá bókun síðar.

Félagsmenn eru hvattir til að sækja um aðal-og varaumsókn en það eykur líkur á því að unnt verði að koma til móts við óskir sem flestra.  Þegar búið er að úthluta úr aðalumsóknum allra - er dregið um óúthlutaðar eignir úr varaumsóknum þeirra sem ekki hafa fengið úthlutað.

 Sótt er um á Mínar síður 

 Orlofsbæklingur AFLs 2022

AFL hættir sölu á gistiávísunum Fosshótela

AFL hefur liðin ár selt félagsmönnum gistiávísanir til notkunar á Fosshótelum. Ávísanirnar hafa verið teknar úr sölu.  Ástæðan er að skv. Fosshótelum var það of mikið umstang að taka við ávísunum og merkja þær nýttar á þar til gerðri vefsíðu og innheimta svo andvirðið hjá AFLi.  Því vildu hótelkeðjan að AFL færi að selja "gjafabréf" fyrir keðjuna - en að gistiverðið væri síðan ákvörðun hótelsins hverju sinni.

Með tillit til þess að AFL hefur niðurgreitt hverja gistinótt telur félagið að þetta sé óviðunandi því félagið vill með niðurgreiðslu sinni tryggja fast gistiverð fyrir félagsmenn.  Auk þess teljum við það afturhvarf til eldri starfshátta að fara að afhenda "gjafabréf" í stað þess að geta sent út rafrænar gistiávísanir sem við höfum gert síðustu 3 ár og gefist vel.

AFL harmar að viðskiptum við Íslandshótel sé lokið því þessi hótelkeðja er með hótel víða um land og félagsmenn AFLs verið dyggir viðskiptamenn keðjunnar.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi