Úthlutun í Spánaríbúð.
Búið er að úthluta í íbúðina á Spáni fyrir tímabilið sem félagið hafði til ráðstöfunar. Nokkur tímabil eru laus og er áhugasömum félagsmönnum bent á að hafa samband við félagið sem fyrst vilji þeir tryggja sér gistingu í lausum tímabilum í íbúðinni, þar sem reynslan er sú að flug á þennan sívinsæla áfangastað eru orðin uppbókuð þegar komið er fram í febrúar. Nánar
Nei frá ríkisstjórn
Embættismenn ríkisstjórnarinnar höfnuðu í dag tillögum sem landssambönd Alþýðusambands Íslands lögðu fram fyrripart desember um m.a. skattalækkanir. Með því er staða kjaraviðræðna komin í uppnám og náist ekki árangur fyrir helgi má búast við að Starfsgreinasambandið vísi kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara.
Hugmyndir ASÍ félaganna voru m.a. sérstakur persónuafsláttur fyrir þá tekjulægstu en á þeim grunni byggði samflot landssambandanna innan ASÍ um launaramma. Með því að ríkisstjórnin hefur hafnað þessum hugmyndum munu landssamböndin leita samninga hvert fyrir sig. Boðaður hefur verið fundur samninganefndar SGS í hádeginu á morgun.
Gleðilegt ár - þökkum samstarfið á liðnu ári
Glæsilegur hópur trúnaðarmanna
Trúnaðarmannanámskeið I
Fleiri greinar...
- Skattleysismörkin hækka um áramótin
- Kjarasamningur smábátasjómanna
- Stjórn sjómannadeildar
- Bætt staða fiskvinnslufólks í hráefnisskorti
- Stofnfundur Sjómannadeildar AFLs
- Rýnihópur um húsbyggingu
- Tillögur málþings -sagan varðveitt
- Kröfugerð lögð fram
- Skrifum söguna - vertu með
- Siðfræðnámskeið Vopnafirði