AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka!

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

1. maí 2018

FyrstiMai

Vopnafirði
Hátíðardagskrá  verður í Félagsheimilinu Miklagarði kl.14:00. Kaffiveitingar.  Tónlistaratriði Ræðumaður:  Kristján Eggert Guðjónsson

Lesa meira

Aðalfundur AFLs 2018 samþykkir verulega hækkun sjúkradagpeninga

adalf2018

Á aðalfundi AFLs sl. laugardag var samþykkt að hækka hlutfall sjúkradagpeninga af viðmiðunarlaunum í 85% og síðan 90% um næstu áramót. Jafnframt að hámarksupphæð dagpeninga að viðbættum sjúkradagpeningum TR gætu orðið 900.000 á mánuði.

Fundinn, sem haldinn var á Hótel Héraði á Egilsstöðum, sóttu um 50 félagsmenn eða heldur færri en síðustu ár. Ekki bárust önnur framboð til stjórnar en tillaga uppstillinganefndar og var hún því sjálfkjörin.  Kosið var um 3 meðstjórnendur en á næsta ári verður kosið um formann og þrjá meðstjórnendur.

Sjóðir félagsins komu allir út með lítilsháttar afgang nema verkfallssjóður.

Fréttabréf

Yfirlitunum fylgir fréttabréf þar sem meðal annars er fjallað um nýtt fyrirkomulag sjóðfélagalána, hækkun mótframlags, hálfan lífeyri og kosti séreignar auk þess sem sjóðfélagar eru hvattir til að fara vel yfir yfirlit og ganga úr skugga um að mótframlag sé rétt. Ef sjóðfélagar eru óvissir hvert mótframlag á að vera er þeim bent á að hafa samband við viðkomandi stéttarfélag. 

Ekkert lært og engu gleymt

Stjórn AFLs Starfsgreinafélags skorar á lífeyrissjóði Alþýðusambandsfélaga að beita hlutafjáreign sinni í hlutafélögum til að koma í veg fyrir stjórnlausa sjálftöku stjórnenda fyrirtækjanna.


Lífeyrissjóðakerfið er orðinn það stór eigandi fyrirtækja landsins að það er eðlilegt að sjónarmið eigenda lífeyrisréttinda komi sterklega fram á aðalfundum fyrirtækjanna ekki síður en sjónarmið annarra fjármagnseigenda. Og þegar almennt launafólk landsins á orðið 30 – 50% hlut í stærstu fyrirtækjum landsins er eðlilegt að eigendastefna lífeyrissjóðanna verði ráðandi við stjórn og starfssemi fyrirtækjanna.


Það er ljóst af fréttum síðustu mánaða að fjármálayfirstétt landsins hefur ekkert lært og engu gleymt. Græðgi og sjálftaka er orðinn veruleiki á sama hátt og á dögunum áður en fjármálakerfið hrundi allt síðast. Almenningur trúði þá að hið nýja Ísland yrði siðlegra en það sem varð gjaldþrota. Ljóst er að það gekk ekki eftir.


Í komandi kjarasamningum verður það verkefni verkalýðshreyfingarinnar að sækja sjálfsagðar kjarabætur launafólks og ekki síður að freista þess að siðvæða fjármálakerfið. Almennt launafólk gerir ekki aðeins kröfu til kjarabóta – heldur og ekki síður til þess að almenningur og stjórnendur sitji við sama borð. Að kjararáð og kjaradómur séu ekki sjálfráða um gegndarlausar hækkanir til embættismanna og kunningjasamfélagið í stjórnum fyrirtækja um gagnkvæmar hækkanir.

Nýjung á sjóðfélagayfirlitum

Stapi lífeyrissjóður sendir út sjóðfélagayfirlit fyrir lok aprílmánaðar. Vegna breytinga á mótframlagi launagreiðenda hefur sjóðurinn breytt lítillega útliti yfirlitanna. Breytingin felst í því að nú er hægt að sjá hlutfallstölu iðgjalds og mótframlags fyrir aftan nafn launagreiðanda. Ensk þýðing á grunntexta sjóðfélagayfirlita er aðgengileg á heimasíðu sjóðsins.