AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Forkastanleg ummæli seðlabankastjóra

peningarFramkvæmdastjórn Starfsgreinasambands Íslands furðar sig á ummælum seðlabankastjóra á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun, um að Hagvaxtaraukinn muni ekki koma sér vel. Launafólk um land allt sem fær, í samræmi við taxtahækkun kjarasamninga, 10.500 króna hækkun útborgaða 1. maí, á ekki skilið slíka sendingu frá seðlabankastjóra. Hækkunin endurspeglar þann hagvöxt sem er í efnahagskerfinu og auðvitað á launafólk að njóta þess.

Það hefur minna heyrst frá Seðlabankanum um ofurhækkanir efstu laga samfélagsins, sem koma eins og köld vatnsgusa framan í launafólk. seðlabankastjóri ætti ef til vil að hugsa um hvort þær hækkanir ,,komi sér vel“ núna í aðdraganda kjarasamninga.

Tölvuvírus hjá starfsmanni - ekki opna pósta með viðhengi!

Einn starfsmanna AFLs Starfsgreinafélags lenti í "tölvuhakki" í gær og í morgun hafa streymt póstar frá viðkomandi með vírus í viðhengi. Búið er að komast fyrir óværuna og hættan á að vera liðin hjá í  bili.  Við bendum fólki sem mögulega hefur opnað þessa pósta - á að skipta um lykilorð.

Aðalfundur iðnaðarmannadeildar AFLs

 Verður haldinn fimmtudaginn 24. mars kl. 17:00 að Búðareyri 1, Reyðarfirði.

 Dagskrá

  1. Kjaramál
  2. Skýrsla stjórnar um liðið starfsár
  3. Kjör stjórnar deildarinnar
  4. Önnur mál

Boðið verður upp á fjarfund fyrir þá sem þess óska, tilkynna þarf þátttöku í síðasta lagi fyrir kl.16:00 fundardag. Sendist á aThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Stjórn iðnaðarmannadeildar AFLs

Opnað fyrir umsóknir í orlofshús í sumar

Orlof 2022

 

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um sumarhús AFLs í sumar.  Alls er félagið með 24 hús víðsvegar um land. flest húsanna eru á Einarsstöðum á Völlum eða 10 hús, þrjú hús eru í Minniborgum í Grímsnesi, 3 hús í Ölfusborgum í Ölfusi og tvö hús á Illugastöðum í Fnjóskadal. Þá eru hús í Klifabotni í Lóni, Brekkuskógi í Bláskógabyggð, Birkihlíð í Ölfusi, Svignaskarði í Borgarfirði, Þurranes í Dalabyggð og Glaðheimum við Blönduós.

Umsóknarfrestur er til 12. apríl á hádegi en úthlutað verður eftir hádegi þann dag á opnum fundi sem haldinn verður í húsnæði félagsins að Búðareyri 1, Reyðarfirði og hefst kl. 17:30.

Við úthlutun eru þeir í forgangi sem ekki hafa fengið úthlutað síðustu þrjú ár og er dregið á milli jafnrétthárra umsókna. Þeir sem ekki fá úthlutað fá númer á biðlista í samræmi við útdráttinn.  Eindagi staðfestingagjalds er 20. apríl og verður þá strax endurúthlutað þeim húsum sem ekki var greitt fyrir.  Eindagi lokagreiðslu er 12. maí.  Staðfestingagjald er kr. 5.000 og er það ekki endurgreitt þó fallið sé frá bókun síðar.

Félagsmenn eru hvattir til að sækja um aðal-og varaumsókn en það eykur líkur á því að unnt verði að koma til móts við óskir sem flestra.  Þegar búið er að úthluta úr aðalumsóknum allra - er dregið um óúthlutaðar eignir úr varaumsóknum þeirra sem ekki hafa fengið úthlutað.

 Sótt er um á Mínar síður 

 Orlofsbæklingur AFLs 2022

Aðalfundur verslunar-og skrifstofudeildar AFLs Starfsgreinafélags

Verður haldinn 29. mars 2022 kl. 20.00 að Víkurbraut 4 Hornafirði.

 Dagskrá

  1. Kjaramál
  2. Skýrsla stjórnar um liðið starfsár
  3. Kjör stjórnar deildarinnar
  4. Önnur mál

Boðið verður upp á fjarfund fyrir þá sem þess óska og þarf að senda beiðni um það í síðasta lagi kl 14:00 fundardag. Beiðnin óskast send á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Stjórn verslunar og skrifstofudeildar AFLs

Vinnuslys, óhöpp og "næstum slys"

Vinnuslys

Það er enn hægt að skrá sig á námskeið um vinnuslys hjá Vinnuverndarnámskeið ehf.

Námskeiðið verður 21. mars, klukkan 13:00 til 15:00 á Teams. 

Farið verður yfir nokkrar skilgreiningar á vinnuslysum. Hvað er vinnuslys, óhapp og næstum slys? Er skylda að skrá og tilkynna öll vinnuslys til Vinnueftirlitsins? Hverjar eru algengustu orsakir vinnuslysa? Hvaða forvörnum er vænlegast að beita til að koma í veg fyrir vinnuslys. Settar verða fram skilgreiningar á þremur stigum forvarna vegna vinnuslysa. Hugmyndafræði Safety I og II er kynnt. Þátttakendur greina myndir og myndbönd af raunverulegum vinnuslysum. Að lokum er fjallað stuttlega um tölfræði vinnuslysa.

Námskeiðið byggist upp af fyrirlestrum og sýndur er fjöldi mynda og myndbanda.

Verð 16.900 kr. á mann, gefinn er afsláttur fyrir hópa.

Skráning og nánari upplýsingar: https://vinnuverndarnamskeid.is/index.php/vinnuslys/

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi